Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 15
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
13
Uppskipun í Ólafsvíkurhöfn snemma á öldinni (Ljósmyndasafhið)
þessum tíma. Aðalvandinn var sá
að hafnarmálaráðherra og
yfirstjórn tæknimanna hafnarmála
töldu að skilyrði til frekari
stóraðgerða í hafnarfram-
kvæmdum í Ólafsvík væru ekki
fyrir hendi, þar sem klöpp á
hafnarsvæðinu öllu kæmi í veg
fyrir að hægt væri að byggja góða
höfn. Var vitnað til mælinga frá
1919. Þessi viðhorf komu m.a.
fram þann 23.október árið 1960 á
fundi nefndar heimamanna í
Reykjavík með þingmönnum,
hafnarmálastjórn og fulltrúa
samgönguráðuneytis.
Þann 6. apríl 1961 var
samþykkt tillaga í hafnarnefnd
um að óska eftir ítarlegri
rannsókn á möguleikum til að
gera góða og örugga höfn í
Ólafsvík fy rir flestar gerðir skipa.
Algjör samstaða var um þessa
tillögu. Voru þingmenn Vestur-
lands og Hafnarmálastjórn
boðaðir til fundar í Ólafsvík
ásamt útgerðarmönnum. Mikil
spenna var um málið vegna
viðhorfa stjórnvalda.
Heimamenn voru sammála um
það, að ef niðurstaða rannsókna
yrði neikvæð, sættu þeir sig við
takmarkaða fiskibátahöfn. En ef
rannsóknin yrði jákvæð þá yrði
gerð krafa um leyfi og fjármagn til
byggingar framtíðarhafnar fyrir
allar gerðir báta og skipa.
Þingmenn voru samþykkir
þessum áformum. Stjórnvöld, þar
með talin yfirstjórn hafnarmála,
gengu að þessum tillögum og
samþykktu að flyta málinu.
Hinni dönsku Rannsóknastofnun
hafnarmála var falin yfirstjórn
rannsóknarinnar með Vita- og
hafnarmálastjóra.
Á árunum 1961 og 1962 fóru
þessar rannsóknir og úrvinnsla
fram. Allt svæðið frá Ytra-Klifi,
svo og innsiglingarsvæðið, var
tekið fyrir. Niðurstöðu rannsókna
og tillögur lágu fyrir í nóvember
1961. Þær voru jákvæðar.
Samkvæmt tillögum dönsku
Rannsóknarstofnunarinnar var
hægt að gera bæði stórskipahöfn
og góða fiskiskipa- og
flutningaskipahöfn. Nægjanlegt
dýpi var á öllu svæðinu. Það sem
áður var talið vera klöpp reyndust
vera hörð sandlög og
jökulruðningur sem hægt væri að
dæla og moka upp með
nútímatækjum.
Stjórnvöld stóðu við sitt og með
samstilltu átaki ráðamanna í
Ólafsvík og góðri framgöngu
þingmanna fékkst leyfi og
fjármagn til að hefja verkið 1963.
Hófst vinna við grjótflutning úr
“Lambafelli” 1. ágúst 1963. Það
ár og árið eftir, 1964, var gerður
grjótgarður út miðja víkina, 427
metra langur, með hringlaga
stálkeri í enda.
Arið 1965 var framkvæmd
dýpkun með dýpkunarskipinu
“Sandey”. Var dælt upp 70
þúsund kúbikmetrum af sandi í
uppfyllingu neðan Ólafsbrautar
og jafnframt gerð fyrirstaða úr
grjóti. Ut frá þessari uppfyllingu.
þá var byggð löndunar- og
viðlegubryggja úr harðviði frá
Brasilíu, 110 metra löng. Var
smíði hennar lokið í júlí 1966 og
þar með lokið þriðja áfanga
þessarar nyju hafnargerðar.
Heildarkostnaður nam 30
milljónum. Yfirverkfræðingur við
þessa framkvæmd var Daníel
Gestsson en staðarverkfræðingar
voru þeir Magnús Bjarnason,
Jónas Elíasson og Helgi Jónsson.
Sigurður Jakob Magnússon í
Ólafsvík var verkstjóri og
yfirsmiður þessara framkvæmda.
Hann var einn af bestu
verkstjórnendum sem Hafnar-
málastofnun hafði á sínum
vegum. Eftir að hann fluttist frá
Ólafsvík varð hann yfirverkstjóri
Reykjavíkurhafnar við mann-
virkjagerð.
Vart þarf að lýsa hvílík
gjörbreyting varð í ‘Olafsvík með
þessum hafnarmannvirkjum.
Frá upphafi hafði fiski-
bátaflotinn í Ólafsvík orðið lengst
af að búa við lélegustu
hafnaraðstæður, orðið að sæta
sjávarföllum, láta bátana standa á
Heimamenn í heimsókn í Straumfræðistofnun íslands 1978