Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 25
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
23
Hann var m.a. á Jökli og,
Stapafelli með Tryggva. Hann
vann lengi í Hróa. Þá vann hann
mikið með Lauga Guðmunds og
Guðmundur Þórarinsson
voru þeir miklir mátar alla tíð,
einnig eftir að hann hættir vinnu
hjá honum. Þegar hann lést 1989
starfaði hann hjá H.Ó. Á
þessum árum meðan börnin voru
ung fór ég ekkert út að vinna því
nóg var heima að gera. Þetta var
nú ekki stórt hús fyrir 6 manna
fjölskyldu en þetta gekk allt
saman vel. Konur sem voru með
börn á þeim árum fóru eldti svo
mikið út að vinna. Þegar ég kem
hingað þá hafði ég ekkert kynnst
fiskvinnu. Þegar börnin uxu upp
og ég fékk barnapíu svona tíma og
tíma þá fór maður að salta síld
þegar hún kom. Það var gert í
H.Ó. á plötunni þar sem nú er
aðalvinnusalurinn. þá var Óli
Kristjáns orðinn verkstjóri og
framkvæmdastjórinn var Gunnar
Bjarnason. Þetta var fyrsta sem ég
fékkst við á vinnumarkaði hér í
Ólafsvík. Svo fór ég að vinna við
ymis störf m.a. í Kaupfélagi
Snæfellinga þar sem nú er Höfði.
Einnig hjá Maris Gilsfjörð í
Sjoppunni í nokkur sumur. Ég
vann á leikskólanum í nokkur ár
niður í gamla Félagsheimili en
Kvenfélag Ólafsvíkur stofnaði
hann. Frá 1977 hef ég síðan
starfað í H.Ó. en fyrst þá á
Þátttaka í félagsmálum
“Eg hef verið í ótal félögum. Ég
var stofnfélagi í Kvenfélagi
Ólafsvíkur en það var stofnað
1950. Ennfremur gekk í
Slysavarnadeildina Sumargjöf og
þar var ég formaður í 15 ár. Ég
starfaði mikið með Leikfélagi
Ólafsvíkur en lék þó ekki en var
mikið í öðrum störfum, m.a.
hvíslari. Ég man nú ekki eftir
neinu sérstöku atviki. Þetta gekk
allt svo vel því þetta voru svo
góðir leikarar. Þeir sem léku
mest á þessum árum voru Gréta
Jóhannesdóttir, Lúðvik Þórarinsson,
bakari, Bárður Jensson og að
ógleymdri Elínborgu Ágústs-
dóttur á Borg. Ég held að hún
hafi leikið í flestum þeim
stykkjum sem flutt voru. Það
voru mörg leikrit sem voru færð
upp, m.a. “Maður og kona”,
“Leynimelur 13” og rn.fl. þá var
dramatíkin líka með, m.a.
“Páskar”, eftir Strindberg. Það
voru margir leikstjórar sem settu
upp leikrit. Má þar nefna Sigurð
Scheving, föður Gylfa. Hann
setti t.d. upp “Ævintýri á
gönguför”, einnig Einar Frey.
Ég var 8 ár í barnaverndarnefnd
og jafnlengi í Byggðasafnsnefnd
en þessar nefndir voru á vegum
bæjarfélagsins. Þá iét ég hafa mig
í alls konar nefndir samtímis svo
oft var mjög mikið að gera.
Síðustu árin sem ég var formaður
Sumargjafar var farið að safna
fyrir Mettubúð en þegar hún var
reist var Björg Jónsdóttir
formaður. Sumargjöf sá alltaf um
kaffisölu á Sjómannadaginn og
ágóðinn af henni var látinn renna
til Sjómannagarðsins.
Slysavarnadeildin vildi leggja
sitt af mörkum til að byggja upp
Sjómannagarðinn. Annars hefði
Sjómannadagsráð sjálft getað séð
um veitingasölu á Sjómanna-
daginn, þar sem það á þennan
dag”.
Strákarnir vildu allir
fara á sjóinn
“Magnús var mjög ungur þegar
hann byrjaði til sjós eða 14 ára.
Þá réðst hann á “Snæfellið” með
Guðlaugi Guðmundssyni, þá um
vorið eftir að skóla lauk. Hann
var alltaf ákveðinn í því hvað
hann vildi gera en það var að vera
á sjónum. Ekkert annað komst
að. Mér var nú ekkert um þetta
til að byrja með en lét hann um
þetta. Hafþór byrjaði ekki svona
ungur. Hann var 17 ára þegar
hann ræður sig á “Stefán
Kristjánsson” með Erni
Alexanderssyni. Kristján fór
einnig á sjóinn og var lengi
vélstjóri á “Fróða”.
Fyrra áfallið
“Hafþór var búinn að vera
nokkur ár á “Bervíkinni” með
Úlfari Kristjónssyni. Þetta ár
1985, í mars var búið að vera
mjög gott fiskirí í snurvoðina og
nokkuð hart sótt. Þann 26. mars
voru þeir með 30 tonna afla og
lönduðu honum hjá H.Ó. En þar
sem mikill fiskur var í vinnslu hjá
þeim gat Bervíkin ekki fengið þar
löndun næsta dag. Það varð úr að
þeir fengu löndun hjá Búrfelli í
Rifi þennan örlagaríka dag, 27.
mars. Um kvöldið er haldin
árshátíð hjá Grunnskólanum í
Ólafsvík í gamla Félagsheimilinu
og krakkarnir þeirra Möggu og
Hafþórs tóku þátt í henni.
Magga var að vinna þetta kvöld
og Bervíkin væntanleg í land um
kl. hálf níu þá um kvöldið. Ég
átti að taka börnin heim þegar
árshátíðinni væri lokið um kl. hálf
tíu og síðan kæmi pabbi þeirra
heim. Þegar klukkan er að ganga
tíu er ég kölluð út úr
Félagsheimilinu. Ég verð líka var
við að fleiri eru fengnir til að
koma út. Þar var Guðmundur
kominn og segir mér þá að það sé
farið að leita af Bervíkinni. Ég
tók þetta ekki inn á mig strax því
að ég trúði þessu ekki. Ég trúði
veturna .