Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 13
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 Alexander Stefánsson: ll ÞÆTTIR UR 75 ARA SÖGU HAFNARGERÐAR í ÓLAFSVÍK Ólafsvík varð á 18. og 19. öld talsvert stór verzlunar- og fiskverkunarstaður. I næstum heila öld voru svo til árlega beinar siglingar með fiskafurðir og aðrar vörur milli Ólafsvíkur og Danmerkur og oftlega til Spánar. Um þetta má lesa í Skútuöldinni og í sögu Ólafsvíkur, 1. bindi. “Breiðafjarðar Svanur” sigldi sam- fleytt í 116 ár rnilli Ólafsvíkur og þessara landa. ‘Olafsvík hafði þá sérstöðu umfram aðra staði á landinu að vera elzti löggilti verzlunarstaður á Islandi. Christian V., Dana- konungur, löggilti Ólafsvík með bréfi 26. marz 1687. Þetta var gert vegna kröfu erlendra kaupmanna, sem gátu ekki lengur notað “Rifsós” fyrir skip sín þar sem ósinn fylltist af sandi. Fluttu þeir því verslun sína til Ólafsvíkur. Um síðustu aldamót, árið 1900, var íbúafjöldi í Ólafsvík 600 manns. Var Ólafsvík því sjöundi stærsti bær á landinu. Um þetta leyti var skútuöldin að líða undir lok. Beinar siglingar til útlanda lögðust af, __________________________________ þilskipa- Og vélbáta- Frá byrjun hafnargerðar í Ólafsvík öld var hafin. Þá fyrst varð hafnleysið í Ólafsvík alvarlegt vandamál. Síðasti athafnamaður í útgerð og verslun í Ólafsvík, sem byggði afkomuna á fiskveiðum með skútum, Einar Markússon, lenti strax í miklum vanda þegar hann reyndi að vélvæða skip sín. Sú tilraun hans mistókst. Hann varð gjaldþrota árið 1909 eftir að hafa mist skip sín flest upp í sand í Ólafsvík. Engin trygging var fáanleg fyrir skip og báta á þessu tímabili vegna hafnleysis. Hann fluttist til Reykjavíkur 1910. Fiskibátaeign Ólafsvíkinga á þessu tímabili voru opnir árabátar, sex- og áttæringar. Margir reyndu strax í upphafi fyrsta tugar aldarinnar að setja vélar í báta sína en það mistókst, þar sem ekki var hægt að setja slíka báta upp á land eftir hvern róður. Sjósókn í Ólafsvík á þessum litlu bátum við hafnlausa strönd var þrekraun sem aðeins var á færi kraftmikilla manna. Voru fórnir í sjóslysum alltíðar á þessu tímabili. Á árunum 1906 - 1940 hnignaði Ólafsvík; íbúum fækkaði og afkoma manna var mjög erfið. Atvinnuleysi og kreppa var viðloðandi. Ráðamönnum í Ólafsvík á þessu tímabili var ljóst að ekkert gæti bjargað byggðarlaginu frá algjöru hruni nema hafnargerð án tafar til að tryggja skjól fyrir fiskibátana. I ársbyrjun 1909 skrifaði Einar Markússon, en hann var umboðsmaður stjórnarráðs Islands á Snæfellsnesi, ásamt Sigurði Gunnarssyni, alþingis- manni, bréf til ráðherra íslands um ástand mála í Ólafsvík sem væri vegna skorts á hafnaraðstöðu. Fóru þeir fram á beinar aðgerðir stjórnvalda. Hinn 16. janúar 1909 sendir ráðherra bréf til landsverkfræðings, Th. Krabbe, þar sem beðið er um álit á óskum Ólafsvíkinga um hafskipalægi og mótorbátalægi í Ólafsvík og áætlun um úrbætur og kostnað. Ráðherra ítrekar bréfið 5. marz 1909. Viðbrögð í þessu máli voru þau að Stjórnarráð íslands, í samráði við landsverkfræðing, Th. Krabbe, felur N.P. Kirks verkfræðingi að rannsaka lendinguna og hafnaraðstöðu umhverfis land og var sú rannsókn unnin 1917- 1919. Þessi rannsókn er ítarleg og birtist opinberlega í tímariti Verkfræðingafélags íslands árið 1922. Um rannsókn sína á utanverðu r73Iiloksi'‘ l • ‘ cÆÍ Gb' Bréf frá ráðherra til landsverkfræðings

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.