Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 29
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
27
“ SJÓFERÐ ABÓK”
Bjarna Jóhannesar Bjarnasonar frá Ólafsvík
Ljósm. Trausti Magnússon
Á fyrstu áratugum
aldarinnar giltu sérstök
lög um atvinnu við
siglingar íslendinga á
innlendum jafnt sem
erlendum skipum,
hvort heldur væri við
fiskveiðar eða á
flutningaskipum. Lög
þessi öðluðust gildi
þann 3. nóvember árið
1915.
í kjölfarið gaf hið
íslenska stjórnarráð út
sérstakar “Sjóferð-
abækur” til handa þeim
Islendingum sem réðu
sig á innlend eða útlend
skip í atvinnuskyni.
Sjómannadagsblaði
Snæfellsbæjar barst í
hendur ein slík bók sem
var í eigu Bjarna
Jóhannesar heitins Bjarnasonar
hér í Ólafsvík. Við birtum hér
útdrátt um efni hennar og
áritanir með góðfúslegu leyfi
eftirlifandi sonar hans, Péturs
Jóhannessonar hér í Ólafsvík.
“Lög um atvinnu viö
siglingar”
Ekki er ólíklegt að lög þessi séu
undanfari annarra slíkra laga um
lögskráningu í skipsrúm á íslandi
eins og nú tíðkast. Lög þessi er að
finna fremst í “Sjóferðabókum
þessum. Þau kveða m.a. á um
réttindi og skyldur sjófarenda
hvort sem heldur er um að ræða
yfirmenn eða háseta.
I 1. grein laganna segir svo
orðrétt:
“Með takmörkunum þeim,
sem setrar eru í lögum þessum, skal
öllum vera heimilt að leta sjer
atvinnu við siglingar á íslenskum
skipum.”
Um annan tilgang með útgáfu
þessarar bókar segir m.a. í 17.
grein laganna:
“Frá þeim tíma að lög þessi
hafa öðlast gildi, skulu skipverjar
sanna siglingatíma sinn með
sjóferðabók, sem stjórnarráðið lætur
semja og hverjum skipverja er skylt
að fá hjá lögskráningarstjóra, fyrsta
sinn sem hann er lögskráður á
íslenskt skip eftir greindan tíma. Skal
sjóferðabókin jafnan lögð fram, þegar
sanna á siglingatíma þann, er um
ræðir í 6., 8., 10. og 13. grein...”
Ennfremur segir í sömu grein:
“I sjóferðabókinni skal skýrt
frá fullu nafni skipverjans,
fæðingarstað, fæðingardegi og
fæðingarári; svo skal þar og vera stutt
lysing á útliti hans og vexti og
sjerkennum, ef einhver eru.
I bókinni skal enn fremur skýrt frá
stöðu skipverjans á skipinu, nafni,
tegund og stærð skipsins, hvenær
hann er skráður á skip og af því, og af
hvaða ástæðu hann fór af skipinu; svo
skal þar og skyrt frá hegðun hans og
framferði á því.
Skipstjóra ber að geyma
sjóferðabækur skipverja, útfylla þær
og undirskrifa. Skal sjóferðabók
hvers skipverja stimpluð með
embættisstimpli skrásetningarstjóra, í