Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 30
28 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 hvert skifti, sem skipverji er skráður af skipi, og skal hún þá afhent skipverjanum.” “Fiskimaður með afbrigðum duglegur til allra verka” Þegar Bjarni Jóhannes félek sína “sjóferðabók” greiðir hann fyrir hana 2 krónur. Um leið er ritað fremst í hana nafn hans og fæðingardagur en Jóhannes heitinn var fæddur 28. febrúar árið 1905 í Fróðárhreppi. Af áritun skráningarstjórans, Jóh. Olafssonar sést að hann staðfestir hana með undirritun sinni þann 31. ágúst árið 1922. Jóhannes hefur því verið rétt 17 ára þegar hann hampar bókinni og leitar sér atvinnu við sjósókn. Það sama ár notar Jóhannes fyrst bókina þann 24. apríl þegar hann ræður sig á seglskipið “Gest”, tæplega 19 brúttólesta skip frá Dýrafirði. Skipið var gert út til fiskveiða frá þingeyri. Fyrsta áritun fór því fram í lok ágúst það sama ár. Skipsstjórinn, Pétur Jóhannsson skrifar þetta um hegðun og framferði eiganda bókarinnar og af hvaða ástæðu hann (Jóhannes) fer af því: “Skipið hættir veiðum. Hegðun ágæt, fiskimaður með afbrigðum duglegur til allra verka.” Snemma beygðist krókur. þeir sem þekktu Jóhannes Bjarnason kunna af honum sömu sögu að segja, því Jóhannes var mikill dugnaðarmaður til flestra verka þar sem hann var til vinnu, nær allt til dauðadags eigi alls fyrir löngu. Samkvæmt bókinni ræður Jóhannes sig næst á seglskipið “Júlíus” frá Þingeyri. Næstu 3 vertíðir er hann skráður á “Phönix”, einnig frá þingeyri, eða til haustsins 1926. Þá ræður hann sig á “Flöllu” frá Patreksfirði í eitt ár, því næst á “Patrek”, einnig frá Patreksfirði, þá á “Oiivette” frá sama stað. Loks er síðasta skráning þessarar bókar á fiskiskipið “Guðnýju” frá Flatey. Alls staðar eru ummæli skipstjóranna á sömu lund: Jóhannes er sagður duglegur til verka og hegðun hans góð. Án efa hafa slíkar umsagnir komið ungum mönnum í góðar þarfir á þessum tíma sem og síðar. Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ og fjölskyldum þeirra til hamingju meö sjómannadaginn. Þökkum ykkur viöskiptin Verslum í heimabyggð! VERSLUNIN BLÓMSTURVELLIR HELLISSANDI S. 436 6655 Fax. 436 6655 Grundarfirði Óskum sjómönnum til hamingju með daginn ssp

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.