Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 10
8 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 tilraunir í línuveiðum verið gerðar og hefur fyrirtækið náð góðum árangri í veiðum á grálúðu á línu og hefur farið fremst í flokki í þeim veiðum á þessum áratug. Línuveiðar á grálúðu voru reyndar talsvert stundaðar á árunum 1970 til 1980 en þær lögðust meira og minna af á síðasta áratug. Bæði var það vegna þess að verð á grálúðunni lækkaði talsvert á þessum tíma, en einnig hitt að handbeita þurfti línuna um borð og reyndist erfitt að manna skipin. Nú hafa beitingavélar leyst beitingamennina af hólmi. Grálúðuveiðarnar ganga nú vel enda er grálúðan sem fæst á línuna stærri og verðmeiri fiskur en sú sem veiðist í önnur veiðarfæri. Sæmileg kvótastaða Alkunna er að afkomumöguleikar útgerða nú á dögum byggjast eltki aðeins á góðum skipum og hæfum sjómönnum, enginn fer til veiða nema hafa yfir kvóta að ráða. Fyrirtækið hefur nú um þúsund tonna kvóta, mælt í þorskígildum. Uppistaðan í kvótanum er reyndar þorskur, um 600 tonn, sem er óvenju hátt hlutfall samanborið við önnur útgerðarfyrirtæki í landinu. Fyrir nokkrum árum seldi fyrirtækið frá sér allan rækju- og síldarkvótann og keypti þorsk í staðinn. Þessi ákvörðun, sem þótti skynsamleg á þeim tíma þar sem bátarnir stunda mest þorskveiðar, reyndist hins vegar umdeilanleg síðar í ljósi ört minnkandi þorskkvóta og samdráttar í þorskveiðum. I dag þykir heppilegt að eiga sem flestar tegundir svo unnt sé að nýta alla þá möguleika sem kvótakerfið býður upp á. Línuveiðar á djúpmiðum Framtíð Tjaldanna tveggja sjá forráðamenn fyrirtækisins í línuveiðum á djúpslóð. Þegar bátarnir komu til landsins og hófu línuveiðar var notuð 7 mm sver lína, sem er hefðbundinn sverleiki á línuveiðum. Reynslan hefur hins vegar kennt þeim að það er betra að nota sverari línu og nú er farið að nota 11,5 mm svera línu sem hefur u.þ.b. áttfaldan styrk miðað við þá hefðbundnu. Þá eru taumarnir og orðnir sterkari og krókurinn veiðnari. Þetta gefur möguleika á að veiða dýpra og á erfiðari svæðum með tilliti til botnlags en almennt er gert. Framtíðin í línuveiðum á skipum eins og Tjaldi og Tjaldi II eru djúpsjávarveiðarnar að mati útgerðarinnar, ekki síst vegna þess að sífellt er verið að þróa betri og sterkari línur, tauma og króka, og þannig er hægt að veiða á meira dýpi og á erfiðari svæðum en Tjaldur SH 270 áður. Með auknum kröfum og skilningi á umhverfisvernd hefur orðið nokkuð ör þróun í veiðarfærum sem miðar að því að hægt sé að stunda sérhæfðari veiðar en áður hefur verið mögulegt. Það leiðir aftur á móti til þess að meðferð aflans er nú betri en áður var. Þannig hefur reynslan af línuveiðunum leitt í ljós að með notkun stærri króka er hægt að stýra því hver aflinn verður; litli fiskurinn bítur síður á stóra krókinn. Karfaveiðar á Reykjanesshrygg Guðmundur Kristjánsson er, sem fyrr segir, útgerðarstjóri Kristjáns Guðmundssonar hf. og hann hefur sérstaklega kynnt sér möguleika á veiðum á utankvótafiski og, eins og flestir útgerðarmenn, er hann sífellt að velta fyrir sér nýjum möguleikum í útgerð. - Hvernig sýnast honum á möguleikarnir á veiðum á tegundum utan kvóta? “Við veiðum mjög mikið af háfi og ég tel að í þeim veiðum skapist ákveðin tækifæri fyrir línubáta. Hins vegar hefur ekki tekist enn að fá viðunandi verð fyrir háfinn þannig að unnt sé að stunda veiðarnar á arðbæran máta. Síðan er það stórlúðan sem gefur góða möguleika. I henni er aftur vandamálið það að háhyrningurinn situr um að éta hana af krókunum rétt við yfirborðið. Þegar línan er dregin

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.