Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 18
16
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
tótalíu og sleppikrók og þannig
fenginn nægur fallþungi á
hamarinn. Síðan var öxulinn
borinn á höndum inn í Sindra og
settur í gamla rennibekkinn og
athugað hve réttur hann væri.
Þetta þurfti að gera þó nokkuð oft
eða þar til öxullinn var orðinn
réttur og kastlaus.
Eg man að þetta var mjög erfitt
verk, að hífa, sleppa, hífa öxul í
bekk. Feginn var ég þegar þessu
verki var lokið.
Ég man eftir einu skondnu
atviki. Guðmundur Kristjónsson
þurfti að skipta um skrúfu á m/b
Víkingi og ætlaði að gera það
sjálfur. Fékk hann verkfæri hjá
föður mínum til verksins. Fékk
hann sleggjuna sem gekk undir
nafninu “Steinöldin”. Þessi
sleggja var ekki nema fyrir
fílhrausta menn að slá með en var
sem fis í höndum föður míns, sem
meðhöndlaði hana með
kunnáttusömum handtökum.
Eftir nokkurn tíma kemur svo
Guðmundur upp í smiðju og segir
við föður minn að hann geti ekki
með nokkru móti náð helvítis
skrúfunni af og hvort hann vilji
ekki hjálpa sér. Faðir minn kvað
já við, fór í verkfærakassann sinn,
tók þar lítinn kúluhamar og
labbaði af stað með þeim
bræðrum Guðmundi og Ulfari.
Þar sem þeir voru á gangi niður á
höfn varð Úlfar nokkuð broshýr á
svip yfir því að Bjarni ætlaði sér
að losa skrúfuna með þessum
hamri þar sem þeim tókst ekki að
losa hana með Steinöldinni. Faðir
minn sló nokkur högg á skrúfuna
á milli blaða og losnaði hún
samstundis. þá varð Úlfar
undrandi á svip og sagði: “Nei,
með svona litlum hamri!”.
Verkhyggju skorti fóður minn
aldrei.
Margir smíðisgripir
liggja eftir Bjarna M.
Sigurðsson víðsvegar
um landið. Arið
1940 smíðaði hann
“rotbyssu”, sem var
ætlað að deyða lömb
með og er hún nú á
Byggðasafni Olafs-
víkur ásamt fleiri
smíðisgriðum er
björguðust úr
brunanum á Gimli þar sem þau
hjónin bjuggu. Það hús brann til
kaldra kola árið 1947.
Allt innbú þeirra hjóna smíðaði
Bjarni, þar á meðal öll húsgögn,
borð stóla o.fl., katla, könnur,
sykurtangir, potta úr eir og kopar
og marga fleiri gripi er hann
smíðaði til skrauts.
Faðir minn var orðinn
sjóndapur til smíða hin síðari ár,
blindur á öðru auga en sjónlítill á
hinu. Vann hann eingöngu orðið
við smíði á netaskífum og
netadrekum sem hann var
uppfinningamaður að fram á
síðasta dag. Iðulega kom hann til
mín og saðist ekki geta þetta því
hann sæi ekki til að rafsjóða.
Svarið sem hann jafnan fékk var
þetta: “Þú þarft ekkert að sjá,
þú þreifar suðuna bara á eftir!”
Þá hló hann. En aldrei brást suða
hjá honum, hún var slétt og
gallalaus. Hann var einnig orðinn
mjög gleyminn og spurði oft á
Feðgarnir Gunnar og Bjarni
dag: “Hvaða dagur er í dag ?”og
einnig: “Hvað er klukkan?” Það
kom oft fyrir að hann fór í
verkfærakassann sinn til að ná í
þjalir eða hamra. Ef hann hins
vegar mætti einhverjum á leiðinni
bauð hann í nefið að góðum
íslenskum sið og spjallaði. En við
þá töf var hann jafnharðan búinn
að gleyma hvað hann ætlaði sér að
gera. Lokaði hann þá sínum
verkfærakassa og fór inn til sinnar
konu og sagði að ég hefði rekið sig
því það væri ekkert að gera í
Sindra og var hann skapstyggur
mjög. Oft á dag varð ég því að
fara inn til að tala við hann. Þá
hló faðir minn og sagðist vera
Ásbjörnshús, vélsmiðjan Sindri og gamla Pakkhúsið Ljósm. Þórður ÞórSarson
Bræðurnir ásamt Vigdísi eiginkonu Bjarna