Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 7
5 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 þeim Oliver og Magnúsi Kristjánssonum, byggingu og rekstur fiskvinnslunnar Bakka h/f. Þetta var á miklum uppgangstíma. Mikill afli barst á land á síðustu árum sjöunda áratugarins og allt fram yfir 1980. Bakki h/f. var orðinn með stærri saltfiskframleiðslufyrirtækjum. Tekið var á á móti allt að 3000 þúsund tonnum af fiski. A þessum árum tóku þeir ennfremur þátt í kaupum togarans Más SH 127 ásamt öðrum fyrirtækjum á svæðinu þegar hann var keyptur sem nýsmíði frá Portúgal. Um svipað leyti keypti hann ásamt Haraldi Guðmundssyni, Konráðog Jónasi Gunnarssonum, 37 tonna bát m/b. Víking og Síðar m/b. Pétur Jóhannsson, 105 tonna stálbát frá Noregi og að lokum m/b. Hring SH 277. Guðmundur var í fullu starfi við rekstur þessara fyrirtækja er hann lést lO.nóvember 1981. Þátttaka í félagsstarfi En lífið er sem betur fer ekki eintóm vinna og strit. Guðmundur var lífsglaður maður og hafði mikinn áhuga á því sem var að gerast í kring um hann alla tíð. Frá því hann var ungur maður hafði hann gaman af söng og leiklist og tók þátt í mörgum uppfærslum sem settar voru upp á vegum Stúkunnar, Ungmennafélagsins og síðar Leikfélagsins, m.a. lék hann Harald í Skugga-Sveini. Það má geta þess að þegar verið var að leika var ekki aðeins um það að ræða að leika. Það þurfti að byrja á að skrifa upp öll hlutverk, síðan mála leiktjöld og sjá um búninga. Til er í gömlum stílabókum mörg þessara hlutverka. Hann var stofnandi og félagi í u.m.f Víkingi . Þá var hann stofnandi og í stjórn Kaupfélagsins Dagsbrúnar, sem starfaði af krafti allt fram til 1970. Hann var einnig einn af stofnendum Rótaryklúbbs Ólafsvíkur. Maki og fjölskylda Guðmundur kvæntist Jóhönnu Kristjánsdóttur þann 22.desember árið 1942. Foreldrar hennar voru þau Elísabet Brandsdóttir héðan úr Ólafsvík og Kristján Kristjánsson frá Ytra- Skógarnesi í Miklaholtshreppi. Þau Guðmundur og Jóhanna hófu búskap í Stígshúsi. Síðar byggðu þau við hlið þess hús sitt, Fögruhlíð, sem nú er Ólafsbraut 28 og býr Jóhanna þar ennþá. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur sem allar eru á lífi. Vettvangur dagsins í eldnúsinu! Á Ólafsbrautinni var alltaf fullt hús af fólki, eins og hjá flestum sem voru viðriðnir einhvern atvinnurekstur. Aðkomufólk varð að fæða og hýsa því almenn matsala og verbúðir komu ekki fyrr en á síðari tímum. Eins var um bókhald og skrifstofuvinnu, sem að mestu var á heimilinu. En það var líka oft glatt á hjalla þegar eina bólchaldsþjónustan í Ólafsvík, Ottó heitinn Árnason mætti á staðinn. Sá mæti maður var ekki alltaf að tala um bókhald og það sem því tengdist, heldur var rætt um allt á milli himins og jarðar, allt frá skák og kvikmyndum, til pólitíkur og dægurmála. Óttó sá að mestu um bókhald þeirra fyrirtækja er voru í eigu og umsjón Guðmundar meðan hans naut við. Skylda okkar Þessi umfjöllun á lífshlaupi og starfi Guðmundar Jenssonar, eins og hún kemur okkur fyrir sjónir í dag, er aðeins ágrip af því starfi sem einstaklingur tekur sér fyrir hendur á langri ævi og mundi hann eflaust segja frá ýmsu öðru en hér hefur verið tíundað, enda voru svona skrif honum ekki að skapi. Mörgum okkar sem yngri erum höfum gaman af að halda til haga því sem við vitum um forvera okkar. Margt af því er fróðleikur sem senn gleymist. Auðvitað eru skrif eins og þessi lituð af tengslum og tilfmningum þeirra er um fjalla og því engin sagnfræði. Við íbúar í Ólafsvík erum þakldát þeim mönnum og konum sem bjuggu í haginn fyrir okkur en öll vitum við að það eru ekki einungis þeir sem mest eru í sviðsljósinu hverju sinni sem það gerðu. Þar hafa margir komið að verki sem síðar verður minnst. Jenný Guðmundsdóttir Sæfell SH 210

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.