Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 38
36
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Böllin á Siglufirði
engum lík
Þetta sumar var oftast ágætt
veður en þó gerði brælur eins og
gengur. Það þótti okkur ekki
leiðinlegt því þá var farið í land.
Var það ævintýri líkast að sjá allan
flotann í höfn. Böllin á Siglufirði
um að síld væði þetta sumar en
pabbi sá oft litaskipti á sjónum.
Þetta sumar fiskuðum við 2.040
mál og tunnur.
Á Jökli SH 126
Sumarið réði ég mig á Jökul SH
126, 65 lesta bát , þá nýsmíðaður
frá Akureyri. Það voru mikil
voru bæði spennandi og um leið
ískyggileg fyrir unglinga eins og
mig. Eg hef alltaf getað haldið
mig frá bæði víni og tóbaki og
samt sem áður skemmt mér mjög
vel. Astin og rómantíkin
blómstruðu þarna á þessum tíma.
Þarna hittu því margir
lífsförunautana sína. Var
Bergmundur Ogmundsson einn
þeirra þegar hann hitti Sigríði
Þóru.
þegar ég varð hræddust
Mig langar að rifja upp atvik
þegar ég varð hvað hræddust um
mannskapinn. Þá vorum við
norður undir Grímsey. Komin
var leiðindabræla og flotinn á leið
í land. þá sá pabbi síld og það var
kallað: “Klárir!” Og nótinni
kastað með það sama. Veður fór
mjög versnandi svo að það gaf yfir
nótabátinn svo hann hálffylltist.
Urðu þá allir að fara að ausa hann
allt hvað af tók. Við reyndum að
mynda skjól við Fróða og við það
náðist að ausa hann svo að nótin
náðist inn. Ekki man ég hvað við
fengum mikla síld í þetta sinn en
allt fór vel að lokum. Lítið var
viðbrigði frá því sem áður var.
Nóg var af skápum fyrir mat og
föt en áður höfðum við haft fötin
í kojunum hjá okkur. Um borð í
Jökli var vatnsklósett og segja má
að sú aðstaða hafi lítið var breyst
síðan. Það fór vel um okkur á
þessu skipi. Pabbi var skipstjóri,
Trausti bróðir hans var 1. vélstjóri
og Bergmundur stýrimaður. Þá
var Ragnar Ágústsson 2. vélstjóri.
Aðrir um borð voru þeir
Guðmundur Þórarinsson, Diddi
Þorsteins, Óli bróðir og Maggi
Þorsteins.
Asdik-tækið tekið í
notkun
Jökull var vel búinn tækjum,
þar á meðal asdiktæki. Trausti og
pabbi náðu strax góðum tökum á
því. Það var eins gott því síldin
stóð mjög djúpt allt sumarið svo
við gátum kastað á lóðningar með
hjálp tækisins. Alltaf voru menn
um borð hjá okkur að læra á
asdikkið. Eg vil láta það koma
fram hér að pabbi og Trausti voru
fyrstir til að ná tökum á þessu
tæki en ekki Eggert Gíslason eins
og hann hefur haldið fram sjálfur.
Urðum að slefa nótinni
upp að bryggju
Þetta sumar gekk mjög vel,
bæði fyrir norðan og austan. Eitt
sinn var lítið um að vera og fórum
við því inn á Reyðarfjörð. Þar i
lóðaði og var strax kastað en þetta
var að mestu smásíld. Hún
ánetjaðist svo mikið að það varð
að hrista hana úr nótinni.
Mannskapurinn varð svo þreyttur
enda verkið mjög seinlegt, að
pabbi tók það til bragðs að slefa
nótinni upp að bryggju og fá fólk
úr landi til að hjálpa til.
Þá fékk kokkurinn nóg að gera.
Þetta ár fengum við 6.134 mál og
tunnur.
Húsmæðraskólanámið
kom sér vel
Þriðja sumarið mitt á síld, árið
1958 réði ég mig aftur á Jökul.
Þá var ég orðin talsvert betri í
matargerð enda hafði ég þá farið
haustið áður í Húsmæðraskólann
að Löngumyri. Sá skóli hefur ^
verið mér gott veganesti síðan.
þegar kom að því að fara norður
kom babb í bátinn hjá mér. Ég
var orðin ófrísk en lét þó mig hafa
það að fara. Ég var kannski
viðkvæmari fyrir sjóveiki en annað
var það ekki. Þetta sumar gekk
mjög vel. Við fiskuðum 8.089
mál og tunnur en ekki athugaði
ég hvort við vorum hæst en alltaf
vorum við ofarlega.
Að endingu þessara
síldaráraminninga minna óska ég
sjómönnum til hamingju með
Sjómannadaginn!
Guðrún Tryggvadóttir
i