Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 27
25 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 dóttir okkar, kom daginn eftir og tengdasonur okkar stuttu seinna. Einnig kom Þórhildur, móðir Margrétar strax. Þetta var mikill stuðningur. Eklti þarf að hafa um það mörg orð; snerting, faðmlag sagði meira en mörg orð. Þarna var maður að ganga í gegnum það sem ekki er reiknað með að gæti gerst. Einhvern veginn er það nú þannig að móðir sem elur barn sitt og er með það á brjósti, kemur því til manns og skilar því frá sér,- reiknar þá jafnframt með því að það lifi lengur en foreldrarnir. Guðmundur átti mjög erfitt og tók þetta afskaplega nærri sér. Ég bað mikið til Guðs á þessum erfiðu tímum. Einnig vissi ég til þess að margir báðu fyrir okkur og þess að þeir skyldu finnast, m.a. af skyldfólki norður í landi. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir draumi sem mig dreymdi talsvert fyrir slysið. Ég skildi þennan draum fyrst eftir slysið. Hann var greinilegur fyrirboði. Mér fannst ég vera stödd upp í húsinu hjá þeim og það var afskaplega hvasst. Þegar ég kem inn í svefnherbergið er glugginn farinn úr herberginu, gardínurnar blakta og ég sé í svarta hlíðina. Jafnan er sagt að tíminn lækni öll sár en það er ekki rétt. Ekkert læknar þessi sár en maður lærir að lifa með sorginni. Þessir atburðir lifa alltaf með manni, maður hefur þá alltaf í huganum hvert einasta kvöld þegar ég leggst til svefns. Það eru alltaf einhverjir atburðir sem gerast og þá rifjast þetta upp aftur. Sorgin herjar þá á mig og ég fyllist söknuði. Þessi vetur hefur verið mjög erfiður og ég hef hugsað mikið til þeirra sem misst hafa ástvini sína í þeim hörmulegu slysum sem átt hafa sér stað, sérstaklega þar sem börn hafa átt í hlut”. Sjaldan er ein báran stök “Annað áfallið gerðist þann 7. mars 1989. Kristján, sonur minn, sem var þá á Fróða, frétdr það að eitthvað hafi komið fyrir hjá Sæborginni. Hann fer niður í Fróða og heyrir þá í talstöðinni að Sæborgin hafi sokkið,- og það vanti einn mann úr áhöfninni. Hann kemur hér heim og segir okkur frá því. Síðan fer hann aftur niður í bát og hringir um borð í Ólaf Bjarnason en hann var þá á leið í land með þá sem hafði verið bjargað,- og spyr að því hvern vanti. Hann var spurður að því hvort hann vilji fá að vita það. Þá var honum sagt að Magnúsar væri saknað. Þegar það kom í ljós þá var það alveg geysilegt reiðarslag. Tveir synir á fjórum árum. Það áttum við bæði afskaplega erfitt með að sætta okkur við. Þá upplifði maður að nýju þessa miklu sorg, bæði ég Magnús Guðmundsson sjálf og fjölskyldan öll og ekki síst börn Magnúsar og eiginkonan, Ebba Mortenssen. Þá voru börn þeirra, Magðalena 12 ára, Guðmundur 19 ára, fósturdóttirin Marianna Björk 21 árs og afa barnið Hafrún 4 ára. Þarna voru erfiðir tímar aftur runnir upp. Þá, eins og áður kom Dísa dóttir okkar strax vestur. Þarna voru þó menn til frásagnar sem betur fór. Ég velti mikið fyrir mér síðustu ævistundum þeirra á Bervíkinni. Hvernig leið þeim? Hvað gerðist? Hvað gerðist þetta hratt? Hvernig voru síðustu sekúndurnar í lífi þeirra. A Sæborginni vissi maður aðdragandann. Það komu til okkar tveir úr áhöfninni, stýrimaður sem heitir Eyvindur og Haukur Barkarson. Þetta voru allt elskulegir og ungir menn sem voru með honum á sjónum. Hann var búinn að vera með þennan bát í tæpt ár. Hann keypti hann með vini sínum, Jóa Steins á móti HÓ. Síðan hætti Jói. Ég vildi fá að vita aðdragandann. Þeir lýstu því sem gerðist. Ég var mjög þakklát að þeir kæmu til mín. Þeir sögðu mér að hann hefði verið mjög rólegur og yfirvegaður með afbrigðum. Númer eitt hefði verið að koma áhöfninni frá borði og hann og stýrimaðurinn hefðu lagt mikið á sig til þess. Að lokum stukku þeir tveir í sjóinn Frcyr Hafþór Guðmundsson en þá hefði Magnús verið svo þrekaður að hann náði ekki í gúmmíbátinn þar sem öll áhöfnin var. Ég gerði mér starx grein fyrir því þá að Magnús fengi ég ekki í land. Mér var sagt að báturinn hefði farist á þeim slóðum að litlar líkur væri á því að hann fyndist þrátt fyrir mikla leit. Það fannst mér afskaplega sárt. Það hefði verið huggun í því að geta farið út í kirkjugarð og vitjað hans, en nú er þar ekkert”.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.