Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 23
21
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
hann eyðilagði fyrir mér rúllurnar.
Eg kallaði í hann á eftir en hann
svaraði ekki svo ég náði í hann
með hjálp Reykjavíkurradíós. Ég
talaði við stýrimanninn sem var á
vakt og viðurkenndi hann að
enginn hefði verið í brúnni áður
en atvikið átti sér stað. En það
var enginn spurning að mínu
mati, að það var maður í brúnni
á þessum tíma. Þetta leystist svo
milli mín og skipstjórans en þarna
mátti ekki miklu muna að verr
hefði farið”.
Golfið og
björgunarsveitin
“Ég hafði nú mikinn áhuga á
golfinu. Ég vann gríðarlega mikið
í því ásamt fleirum að koma
þessum golfklúbbi upp og
golfvellinum og gera þá aðstöðu
mjög góða. Við þurftum að fá
húsnæði og fengum þá gamla
þinghúsið á Völlum og fluttum
það á golfvöllinn í heilu lagi. Ég
var mjög mikið í golfinu þegar ég
var með Griilið því það var mjög
gott að komast út undir bert loft
þegar tími gafst til.
En ég hef ekkert stundað golfið
núna síðustu árin eftir að ég féldt
mér trillu, auk þess get ég það
varla því ég er orðinn svo slæmur í
fótunum.
Ég gekk í björgunarsveitina
Sæbjörgu á fyrstu árunum sem ég
rak Grillskálann. Tók ég þátt í að
byggja upp húsnæði fyrir
starfsemina og að koma upp
tækjabúnaði. Þar var mikið
sjálfboðaliðastarf unnið og var
húsið vígt u.þ.b. 2 árum eftir að
bygging þess hófst”.
Fiskerí
Þrátt fyrir harða sjósókn í
slæmum veðrum þá hefur ekkert
óhapp orðið enda er Marteinn
mjög gætinn sjósóknari.
Marteinn er ekkert mikið fyrir að
vera í “traffíkinni” þegar hann er á
sjó, leitar þá gjarnan mikið fyrir
sér sjálfur og hefur það oft gefist
vel.
Of langt mál væri hér að rifja
upp miklar aflasögur af honum en
eitt er víst að þegar sá guli er
annars vegar er mikið að gera hjá
Marteini. Það gerðist eitt sinn
þegar Marteinn var staddur
einskipa í apríl 1989 út af Dritvík
í suðaustan 6 og síðan norðaustan
6 vindstigum,- að hann verður allt
i einu var. Níu klukkustundum
síðar er hann búinn að draga 4.2
tonn af fiski,- í einu reki út á 4
mílur út af Svörtuloftum. Þá var
loksins hægt að fá sér í svanginn!”.
Sendum sjómönnum s SöCuskáCi OSLóCafsvík
v/ Ólafsbraut • 355 Ólafsvrk
okfear bestu kveðjur Sími 436 1212
á sjómannadaginn
SP ^"■Steinprent hf. Óskum sjómönnum í
W Snoppuveg • Ólafsvík • s: 436 1617 • Fax: 436 1610 Snœfeílsbœ til fmmingjii með
Umboðsaðili fyrir: daginn ocj sendum fjölsfyídum
A jgeirra ofkar bestu fveðjur
Oddi
&
Q3) NÝHERJI Starjsjóíf Sölusfála ÓK