Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 9
7
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Árið 1974 var gamli Tjaldurinn
seldur og nýtt skip keypt í hans
stað og átti Kristján einnig það
skip með Siglfirðingunum sem
áttu eldra skipið á móti honum og
fyrr er sagt frá. Stóð samstarf
þeirra við útgerð Tjalds allt til
ársins 1980 þegar Kristján seldi
Sæljónið og keypti þeirra hlut í
Tjaldi ásamt samstarfsaðilum
sínum frá Stykkishólmi.
Vélbátinn Brimnes keypti
Kristján árið 1976 í félagi við
aðila í Ólafsvík. Brimnesið var
100 tonna bátur en hann var
síðan seldur árið 1979 og annar
bátur keyptur í hans stað. Fékk
hann sama nafn en var mun
stærri, um 250 tonn. Brimnesið
var síðan selt frá fyrirtækinu
tveimur árum síðar og átti
Kristján þá Tjaldinn einan eftir
sem hann gerði út í félagi við
Hólmara og stóð það samstarf til
ársins 1985 þegar hann keypti
þeirra hlut. Þannig má segja að
það hafi tekið Kristján 20 ár að
verða einn eigandi að Tjaldi á
nýjan leik.
Árið 1989 kom nýr bátur til
útgerðarinnar. Það var Kópanes,
160 tonna stálbátur, samskonar
skip og Tjaldurinn. Var
Kópanesið gert út hjá fyrirtækinu
um þriggja ára skeið og voru þá
bátar fyrirtækisins tveir.
Margs konar veiðar
stundaðar
Ymsar veiðar voru reyndar á
Tjaldi í gegnum árin. Bæði
reyndu menn sig við veiðar með
trolli og síldveiðar í nót.
Línuveiðar voru aðallega
stundaðar á haustin og fram á
vetur en netaveiðar á vetrum og
fram á vor. Á sumrum lá báturinn
oft við bryggju þar sem álitið var
að ekki væri hagkvæmt að gera
hann út. Þetta var reyndar einnig
gert á viðmiðunarárunum
svonefndu þegar sú aflareynsla
myndaðist sem síðar var notuð við
ákvörðun aflahlutdeildar í
kvótakerfinu. Þannig reyndist
þessi ráðstöfun, að binda skipið
við bryggju meginhluta
sumarsins, óheppileg gagnvart
kvótastöðu fyrirtækisins en það
var ekki mögulegt að sjá fyrr en
eftir á. Enda kom það í ljós að
Tjaldur var sá vertíðarbátur á Rifi
sem minnstan hafði kvótann í
upphafi aflamarkskerfisins. Nú
hefur útgerðin hins vegar bætt
stöðu sína að þessu leyti og eru
Tjaldarnir nú með kvótahæstu
bátum á svæðinu.
Tveir nýir bátar
Miklar breytingar urðu í
starfsemi Kristjáns
Guðmundssonar hf. árið 1992. Þá
komu tveir nýir bátar til
fyrirtækisins, annar í ágúst en
hinn í desember. Voru þá bátarnir
Tjaldur og Kópanes seldir. Nýju
bátarnir, sem heita Tjaldur og
Tjaldur II, eru hin vönduðustu
skip og mun stærri en fyrri bátar
fyrirtækisins, rúmlega 400 tonn.
Þeir eru búnir frystitækjum og er
aflinn yfirleitt frystur um borð en
hluta ársins er hann þó ísaður.
Tjaldarnir eru sérhannaðir
línubátar og þegar þeir komu til
landsins voru þeir fyrstu bátarnir
af þeirri gerð sem Islendingar
höfðu látið smíða fyrir sig í um
áratug en þeir voru smíðaðir í
Tomrefjord í Noregi. Fyrst eftir að
bátarnir komu til landsins var
megnið af aflanum saltað um
borð en keila og smáfiskur var
heilfrystur.
Gert ráð fyrir þúsund
tonnum á bát
Þegar bátarnir voru keyptir
gerðu áætlanir útgerðarinnar ráð
fyrir því að þúsund tonn af þorski
öfluðust á hvorn bát yfir árið. Það
gekk því miður ekki eftir. Lélegt
ástand þorskstofnsins og þar með
sífellt minnkandi kvóti sáu til
þess. Þá var reynt að gera út á
keilu og löngu, en þær veiðar
brugðust meira og minna, enda
hart sótt í báða þessa fiskistofna.
Margir voru svartsýnir á að
rekstur þessara báta myndi ganga
upp því þeir væru sérhannaðir til
línuveiða og möguleikarnir því
takmarkaðir að einhverju leyti.
Guðmundur Kristjánsson
útgerðarstjóri fyrirtækisins, er ekki
sammála því og bendir á að rétta
rekstrarformið fyrir bátana sé nú í
sjónmáli en nokkurn tíma hafi
tekið að finna það.
Ýmsar nýjungar í
veioum
Margs konar erfiðleikar hafa
kennt forráðamönnum fyrir-
tækisins að reyna ýmsar nýjungar
í útgerð. Þannig hafa ýmsar
Tjaldur SH 175