Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 33
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Skúli Alexandersson:
31
*
h
n
ÞÆTTIR ÚR SÖGU KEFLAVÍKUR
UNDIR JÖKLI
Útræði stuðlaði að
fastri búsetu
Á meðan sótt var til fiskjar á
opnum áraskipum skipti það
miklu máli að stutt væri á miðin.
Við val á útróðrarstöðum var fyrst
og fremst haft að leiðarljósi að
fiskimiðin væru skammt undan
landi. Þessa staðreynd þarf
nútímafólk að hafa í huga þegar
skoða á gamlar lendingar og varir.
Landnámsmenn og afkomendur
þeirra munu hafa gert sér grein
fyrir fiskisæld við Snæfellsnes og
komið þar upp útverum, jafnvel
þótt föst búseta hafi ekki komið
fyrr en nokkru síðar 1).
Frá sumum þessara útvera var
róið árstíðabundið, fiskurinn kom
ekki á nálæg mið nema t.d. á
vorin. Á öðrum stöðum hélt
fiskurinn sig nærri landi allt árið.
Þar myndaðist föst byggð, vísirinn
að sjávarþorpunum. Þessi
verbúðarþorp voru einu
þéttbýisstaðirnir á Islandi um
aldir.
Keflavík undir Jökli
Á Snæfellsnesi voru nokkrir
staðir þaðan sem útræði var allt
árið. Einn af þeim var Keflavík
undir Jökli. Utræði mun hafa
hafist þar mjög snemma og
þaðan var róið fram á fjórða tug
tuttugustu aldarinnar. Keflavíkin
er fram undan austurmörkum
byggðarinnar á Hellissandi og er
hún friðlýst. Er hún að mestu
leyti óbreytt eins og hún hefur
verið um aldir; að mestu
náttúrusmíð, renna eða gjá í
mjög stórgrýttri fjöru.
Lagfæringar hafa þó verið gerðar
ofan til í vörinni og þar hellulagt
sem enn sjást nokkrar minjar um.
Djúp kjalför eru í klettabríkurnar
þar sem bátarnir hafa verið settir
um. Þeir eru eldd margir staðirnir
sem bjóða upp á raunverulega og
jafngóða mynd af aðstöðu
íslenskra sjómanna við það að yta
úr vör og koma til lendingar eins
og þessi staður gerir.
Hverjir sóttu sjóinn?
I Keflavík hefur komið mikill
fiskur að landi gegnum aldir. Oft
áttu þeir sem sjóinn sóttu lítinn
hluta þess afla er þeir öfluðu.
Flestir voru þeir leiguliðar og í
ánauðarklafa landeigendanna sem
áttu mestan aflahlut þeirra. Lengi
vel var landeigandinn klaustrið á
Helgafelli og Mildaholtskirkja en
eftir siðaskipti átti kóngur í
Kaupmannahöfn hlut klaustursins.
í Keflavík svo sem á öðrum
stöðum, “þar sem sagan streymir
fram”,- verður eldd notið
“straums” og áhrifa frá staðnum af
skrifaðri umhverfislýsingu. Til
þess að fanga áhrifin þarf að koma
á staðinn og láta hugann ímynda
sér liðinn tíma og gera sér grein
fyrir aðstæðum sem fyrri
kynslóðir, forfeður okkar, bjuggu
við.
Margir slíkir staðir eru erfiðir
heim að sækja. Það á ekki við um
Keflavík undir Jökli. Þangað er
auðvelt að komast alla daga ársins.
I Keflavík urðu iðulega slys í
lendingu. Þar eins og víða annars
staðar var lendingin oft
hættulegasti hluti sjóferðarinnar.
Menn kunnu að haga seglum og
stjórna áraskipunum með
ótrúlegri leikni í vondum veðrum
en aðkoman í lendingunni var oft
þannig, að þjálfun og kunnátta
dugði ekki. Síðasta slysið í
Keflavík var árið 1909. Þá fórst
Keflavíkuvör undir jökli, málverk efcir Bjarna Jónsson Eigandi Sn&fellsbar