Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 39
37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
c n fpl 1 c !ppy*
HAFNARFRAMKVÆMDIR 1995
Miklar hafnarframkvæmdir
verða á þessu ári hér í
Snæfellsbæ, þ.e. í Rifshöfn,
Olafsvíkurhöfn og í höfninni á
Arnarstapa. I þessari grein ætla
ég að gera grein fyrir umfangi og
kostnaði þessara framkvæmda á
yfirstandandi ári.
Rifshöfn
Nú í aprílmánuði lauk
framkvæmdum í Rifshöfn sem
hófust í októbermánuði á sl. ári.
þar var lokið við gerð 104 metra
“sandfangara” ásamt frekari
styrkingu Suðurgarðsins. I
framkvæmdina fóru 20.000
rúmmetrar af grjóti og nam
heildarkostnaður þeirrar fram-
kvæmdar um 15 milljónum
króna, þar af var kostnaður þessa
árs kr. 7 milljónir. Verktaki var
Bjarni Vigfússon. Þá var ákveðið
að kaupa nyjan löndunarkrana í
Rifshöfn. Þannig verða þar 3
löndunarkranar.
Heildarkostnaður vegna krana-
kaupanna ásamt uppsetningu er
áætlaður kr. 2.100.000.
Ólafsvíkurhöfn
í Ólafsvíkuhöfn verður
Norðurgarðurinn, þ.e. grjót-
garðurinn lengdur um 70 metra.
Áætlað er að í verkið fari um
33.000 rúmmetrar af grjóti.
Þegar þetta er skrifað hefur verkið
verið boðið út og á
framkvæmdum að Ijúka þann 15.
október n.k. Kostnaðaráætlun
verksins hljóðar upp á 40
milljónir og 700 þúsund kr.
Samhliða lengingu garðsins
verður væntanlega sett upp
upplýsingakerfi um veður og
sjólag í höfninni og mun það mál
skýrast fljótlega. Ennfremur
verður hafist handa við gerð
grjótvarnar við Hróa h.f. þar er
framkvæmdarkostnaður áætlaður
kr. 3.000.000. Verkið verður
unnið í tengslum við lengingu
Norðurgarðsins. Áður en þessi
framkvæmd hefst þarf að lengja
og ganga frá holræsi á staðnum.
Arnarstapahöfn
Höfnin á Arnarstapa var
dýpkuð nú í aprílmánuði. Er
áætlað að um 500 rúmmetrum af
sandi hafi verið mokað upp úr
höfninni þar. Kostnaður vegna
verksins var um 400.000 kr.
Kostnaðarskipting ríkis
og sveitarfelagsins
Samtals verður því framkvæmt
fyrir um kr. 53.200.000 á þessu
ári í höfnunum þremur hér í
Snæfellsbæ. Skipting framkvæmda-
kostnaðar við “sandfangara” og
Suðurgarð í Rifshöfn; lengingu
Norðurgarðsins í Ólafsvíkurhöfn
og dýpkun í Arnarstapahöfn er
þannig, að hlutur ríkissjóðs verður
90% á móti 10% hlut
hafnarsjóðs Snæfellsbæjar.
Kostnað við grjótvörn við Hróa
greiðir ríkissjóður að fullu en
hafnarsjóður ber allan kostnað af
kranakaupum í Rifshöfn.
Auk þeirra framkvæmda sem ég
hef hér greint frá er áætlað að
verja kr. 3.200.000 til viðhalds
hafnarmannvirkja og annarra
eigna hafnarsjóðs á árinu.
Að lokum óska ég sjómönnum
öllum og fjölskyldum þeirra
gleðilegs sjómannadags.
Björn Arnaldsson, hafnarstjóri