Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 31

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 31
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 Eftirlætisréttir eiginkonu sjómannsins?! “Lumpia Shanghai” &“Kinilaw” Gómsætir réttir frá Filippseyjum Ólsarar eiga víða ættir sínar að rekja, m.a. geta nokkrir nýir “Ólsarar” rakið ættir sínar alla leið til Filippseyja. Af því tilefni báðum við einn þessara nýju samborgara okkar, Mariu Florindu P Cajes að veita okkur ofurlitla innsýn í matarmenningu gamla “heimalandsins”, Filippseyja. Hún birtir okkur hér 2 slíka austurlenska rétti sem hún segir alveg sérstaklega góða: Lumpia Shanghai (Vorrúllur) hráefni - fylling 500 gr svínahakk llaukur 1 tsk hvítlaukur (malaður) 3 egg 1 tsk salt pipar soyasósa (lítið) “þriðja kryddið” þessu er öllu hrært saman og sett í “deig-blað”, sem fæst m.a. í “Kryddkofanum”, Hverfisgötu 26 , 101 Reykjavík, sími: 23535 “Deig-blað” 1 og 1/2 tsk hveiti 2 msk vatn matreiðsla 1. Fletjið út deig-blaðið í ferning, svo það verði 10 cm á hverja hlið og setjið 1 msk af fyllingu fyllingu í eitt hornið. Setjið hveiti og vatn á jaðrana. 2. Rúllið deiginu yfir hornið með fyllingunni 3. Rúllið öllu saman 4. Djúpsteikið eða steikið í olíu þangað til rúllan er brún Kinilaw (kinílá) delikat sallad hráefni 11/2 laukur 1 engiferrót (skerið í mjög þunnar sneiðar) 1 gulrót 1/2 agúrka 1/2 tsk salt 1/4 tsk þriðja kryddið 1-2 tsk chili-pipar 500 gr ýsa / rauðspretta pálmavinegar matreiðsla Skerið fiskflökin í 1x2 cm sneiðar og setjið í skál. Hellið pálmavinegar yfir fiskinn. Látið fiskinn bíða í 30 mínútur. Takið fiskinn upp og kreistið. Blandið honum síðan saman viðgrænmeti og engifer . Bætið salti, pipar og þriðja kryddinu samanvið fiskinn og grænmetið. Bædð á blönduna 2 msk af pálmavinegar og berið á borð. wm Verði ykknr að góðu! Maria

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.