Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 16
14
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
þurru og aldrei verið öruggir í
höfn. Þrátt fyrir þessar aðstæður
var Ólafvík um langt árabil í
fremstu röð úterðarstaða þessa
lands og útflutningur meira en
helmingur alls útflutnings frá
Snæfellsnesi á þessum tíma. Það
voru því snögg og gleðileg
umskipti þegar sjómenn í
Ólafsvík gátu strax á vetrarvertíð
1966 farið að binda báta sína við
nýja hafnarbryggju, gengið heim
til sín að lokinni löndun og notið
hvíldar í fyrsta sinn og skilið
bátana eftir í öruggri höfn án þess
að eiga á hættu að missa þá á
hliðina eða brjóta þá meira eða
minna, eins og áður var.
Framkvæmdir samkvæmt
þessari framkvæmdaáætlun héldu
síðan áfram árlega, m.a. lenging
Norðurgarðs og frekari dýpkun,
aðrar framkvæmdir fylgdu í
kjölfarið. Bygging verbúða,
bygging sjóbúða, stækkun
fiskiskipaflotans, skuttogararkaup
o.s. frv.
Unnið var áfram að því að finna
hagstæðustu lausn á bestu höfn
með könnun með borunum og
bylgjumælingum. Líkan af
höfninni var byggt hjá
straumfræðistofnun Islands og
prófað vorið 1978 að viðstöddum
hreppsnefndar- og hafnarnefndar-
mönnum, svo og fjölmörgum
útgerðarmönnum og sjómönnum
í Ólafsvík.
Sameiginlegur fundur var
haldinn í Reykjavík með
heimamönnum, tæknimönnum
og hafnarmálastjóra og hans
starfsmönnum. Niðurstaða þessa
fundar, sem haldinn var 23. mars
1978, var sú að nýta betur fremri
hluta hafnasvæðis með nýjum
brimvarnagarði, 230 metra
löngum, 70 metrum utar en eldri
garður og 100 metrum framar. A
þessum fundi var einnig ráðgerður
nýr stálþilskantur í Vesturhöfn í
átt að Gilbrú, - gott lægi fyrir
togara og stærri fiskibáta.
Þessi nýi brimbrjótur var
byggður 1978 og 1979.
Grjótnám var tekið undir
Hellishlíð í Bugslandi og stærsta
grjót úr námu á Rifi.
Eins og allir sjá í dag hafa allar
þessar ákvarðanir, sem í raun
hófust 1963, gengið fram.
Stjórnvöld viðurkenndu að hægt
væri og hagkvæmt að byggja
fullkomna höfn í Ólafvík og
fjármagn og fyrirgreiðsla verið í
samræmi við það.
En aðalmálið var samt sú
stðreynd að heimamenn komu
fram í þessu máli sem samstillt
heild, stóðu við allar
fjárhagsskuldbindingar vegna
hafnarinnar. Allir íbúar
Ólafsvíkur voru sammála um að
örugg höfn er og verður lífæð
byggðarlagsins - í nútíð og
framtíð.
Á Sjómannadegi í Ólafsvík tel
ég okkur öllum nauðsyn að horfa
um öxl, minnast forfeðra okkar og
mæðra, fólksins sem háði hér
harða lífsbaráttu við frumstæðustu
og erfiðustu kjör upp á líf og
dauða. Hér var engin höfn, opin
strönd, aðeins litlir, opnir árabátar
og einhæf veiðitækni. Fórnirnar
voru oft stórar og sársaukafullar.
En þrautseigja og kjarkur
sjómanna í Ólafsvík á fyrstu
tugum þessarar aldar lögðu
grunninn að framtíðinni. Þeir
gáfust aldrei upp.
Það er von mín að þessi
sundurlausu brot sem ég hefi sett
hér saman um sögu hafnargerðar í
Ólafsvík varpi ljósi á hluta af
baráttusögu íbúa Ólafsvíkur til
framtíðar.
Eg vil sjá það rætast að saga
Ólafvíkurhafnar verði rituð í máli
og myndum sem allra fyrst, sem
yrði um leið saga útgerðar og
sjómennsku í Ólafsvík, í fortíð og
nútíð.
Sjómenn!
Til hamingju með daginn!
Alexander Stefánsson.
Ólafsvík 1963
Ólafsvík í dag