Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 24
22 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 Viðtal við Magðalenu Kristjánsdóttur: “MAÐUR LÆRIR AÐ LIFA MEÐ SORGINNI” í mars á þessu ári voru tíu ár liðin frá því að Bervíkin SH 43 fórst rétt utan við Rif og með henni fimm vaskir sjómenn. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir mannlífið í Olafsvík. Bæjarbúar áttu bágt með að sætta sig við tíðindi þessi. Næstu daga og vikur var ieit gerð að okkar góðu félögum úr leik og starfi hér rétt fyrir utan höfnina. Hvar sem fólk kom saman var þetta rætt. Ljós voru í gluggum húsa þessar nætur því fók átti erfitt með að sofna firá þessu og víða voru tár á vöngum. Allir Ólsarar tóku þátt sorginni sem á eftir kom. Að sjálfsögðu áttu nánustu ættingjar um sárast að binda, eiginkonur, börn og foreldrar. Ein úr þessum hópi var Magðalena Kristjánsdóttir, Lena, eins og við köllum hana hér í Ólafsvík. Hún missti þar son sinn, Frey Hafþór. Líf sumra er átakalítið á meðan aðrir neyðast til að horfast í augu við meira andstreymi en sanngjarnt getur talist. Þetta á við um Lenu. Á fjóru og hálfu ári missti hún tvo syni sína í sjóslysum auk fráfalls eiginmanns síns. I tilefni útgáfu Sjómanna- dagsblaðsins á Sjómannadaginn fór ég fram á það að fá að taka við hana viðtal. Var það fúslega veitt og ekki síst vegna þess að það gæti hjálpað öðrum. Ég heimsótti hana eitt kvöldið síðast í apríl. Þegar hún opnaði fyrir mér fann ég rjúkandi kaffiilminn og hún bauð mér í stofuna. Á veggjum og í hillum eru fallegar fjölskyldumyndir og á áberandi stað eru þeir sem hún hefur misst. Fjölskylda og uppruni “Ég er fædd 13. nóvember 1928 að Meli í Staðarsveit, þriðja elsta í 12 systkinahópi , sem öll komust til fullorðinsára, þar til elsti bróðir minn Theódor lést úr beinkrabba 48 ára frá 6 börnum. Foreldrar mínir voru Guðrún Hjörleifsdóttir frá Hofstöðum og Kristján Erlendsson frá Hjarðarfelii. Ég fór þrisvar í fóstur að Haga í Staðarsveit vegna veikinda á mínu heimili í æsku. Fer ég þangað alfarin 8 ára en fósturforeldrar mínir voru Elísabet Hafliðadóttir og Ingólfur Kárason. Mín skólaganga var eins og títt var í þá daga, að börn fengu kennslu í farskóla. Ég var eina barnið á heimlinu þá en svo ættleiddu þau seinna dreng og telpu. Þarna að Haga leið mér afskaplega vel og vel fór á með mér og þeim hjónum en þó saknaði ég oft stóra hópsins á Mel. Þegar ég hafði aldur til fór ég suður til að vinna”. Hl Ólafsvíkur “Ég kynntist manninum mínum, Guðmundi Þórarinssyni á þessum árum. Foreldrar hans voru Þórarinn Guðmundsson og Fanny Guðmundsdóttir. Við hittumst á böllum í sveitinn, m.a. á Görðum og Vegamótum. Einnig vorum við samtímis í Stykkishólmi. Við trúlofuðumst og ég flutti með honum til Ólafsvíkur í nóvember 1948. Þá var Magnús þrigga vikna en hann er fæddur í Stykkishólmi. Ég man að veturinn á eftir var svo mikill snjór í Ólafsvík að ekki var hægt að komast yfir Fróðárheiði nema á hestum þar til í júní. Þetta fannst mér feikna mikil einangrun. Næstu sumur eftir að börnin fæddust fór ég oft suður í sveit því að verið var að byggja þetta hús upp sem við bjuggum í síðan. Þetta sumar varð ég að fara með Baldri inní Stykkishóim og fara þaðan að Haga. Þetta hús hét Miðbær en áður hét það Gilsbúð og þar bjuggu áður Sveinn Einarsson og Þórheiður, kona hans.Við áttum 4 börn á fimm árum. Á eftir Magnúsi fæddist Elísabet Þórdís 1949, þá Freyr Hafþór 1952 og síðan Kristján 1953. Það eru ekki nema 14 mánuðir á milli Hafþórs og Kristjáns. Öll börnin voru mjög samrýmd alla tíð”. Störf og búskapur “Þegar við Guðmundur tókum saman var hann í skipsrúmi hjá Yngva Kristjánssyni og þeir lönduðu oft í Stykkishólmi. Eftir það fer hann á bát hjá Guðna Sumarliðasyni á “Haföldunni”. Er þetta fyrsti veturinn sem hann er á bát í Ólafsvík því hann stundaði margar vertíðir frá Sandgerði. Haustið 1951 er hann á bát með Guðlaugi Guðmundssyni á dragnót og lendir í því óhappi að festast í tógunum og fer út með þeim og fótbrotnar. Þá var hann frá vinnu í þrjá mánuði og ekki var öryggi sjómanna meira en það að það var engin trygging. Á öllum okkar sambúðarárum var Guðmundur ýmist sjómaður eða hann vann við báta, við beitningar, netavinnu og fleira.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.