Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 5
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Af frumkvöðlum atvinnulífs í Ólafsvík:
3
GUÐMUNDUR JENSSON
Jóhanna Kristjánsdóttir og
Guðmundur Jensson
Margt er það fólkið af
gengnum kynslóðum hér í
Ólafsvík sem lagði sitt af
mörkum við uppbyggingu betri
búsetu og lífsskilyrða hér í
byggðinni. Afrakstur af vinnu
þessa fólks sjáum við og njótum
í dag. Þetta fólk er okkur seinni
kynslóðum í flestu til
eftirbreytni.
Þessi grein fjallar um einn
slíkan forvera okkar. Jenný
Guðmundsdóttir minnist hér
lífshlaups og starfa föður síns,
Guðmundar heitins Jenssonar,
útgerðarmanns og fiskverkanda.
Á þessum tíma árs, er líður að
sjómannadegi, verður okkur
íbúum byggðarlaganna við sjóinn
oftar en ella hugsað til forvera
okkar og þeirra sem byggðu upp
bæinn okkar .
Það er gaman að líta í gamlar
bækur og blöð og lesa um hver
hafa verið helstu vandamál og
væntingar næstu kynslóðar á
undan okkur. Oft eru það
málefni sem okkur finnst svo
sjálfsögð í dag að við leggjum
ekki hugann að þeim í amstri
daganna, s.s. læknisþjónustu,
samgöngur og auðvitað
atvinnumál, sem alltaf hafa verið
mál málanna.
Það má ótrúlegt þykja að íyrir
aðeins u.þ.b. 90 árum var enginn
læknir á utanverðu Snæfellsnesi.
Einn íyrsti læknir hér í
Ólafsvík, Árni Árnason (1934-
1938), sagði að hér hafi hann
kynnst mestri fátækt sem hann
hafi komist í kynni við á ævinni.
Samgöngur á landi og sjó voru
mjög erfiðar og ekki þarf að líta
nema svo sem fimmtíu ár til
baka til að muna eftir uppskipun
úr flutningaskipum með
svokölluðum „bringingabátum“,
sem fluttu vörur og fólk milli
skips og lands. Allt til áranna
1950 eða 1955 þurfti að sæta
sjávarföllum þegar fiskibátarnir
komu að landi.
Við sem hér erum fædd og
uppalin eigum því margs að
minnast. Við vorum eleki gömul
þegar við heyrðum talað um
gamla skipstjóra og sjógarpa og
síðar munum við eftir öðrum í
starfi og leik.
Á liðnum árum hefur nokkurra
þessara manna verið minnst í
blöðum Sjómannadagsráðs
Ólafsvíkur og er það vel. I þessu
blaði verður rifjaður upp að
nokkru sjómennskuferill og
lífshlaup Guðmundar Jenssonar.
Ættir og uppruni
Guðmundur var fæddur þann
19. ágúst árið 1911 í Pálshúsi hér
í Ólafsvík. Foreldrar hans voru
þau Metta Kristjánsdóttir frá
Búðum í Staðarsveit og Jens
Guðmundsson frá Ögri í
Helgafellssveit. Þau Metta og
Jens bjuggu í húsi er nefnt var
Svalbarði með þrem sonum sínum
sem lifðu svo og dóttur Mettu frá
fyrra hjónabandi. Eins og flestir
karlmenn í sjávarbyggðum
stundaði Jens sjómennsku á
bátum, oft úr öðrum
landshlutum. Árið 1922 lést
hann um borð í m/s Seagull er
skipið varð fyrir áfalli í slæmu
veðri. Metta stóð þá uppi með
fjögur ung börn. En manngæska
þeirra er meira máttu sín í
lífsbaráttunni var ekki meiri en
það, að húsið var selt ofan af þeim
fyrir fáeina tugi króna sem eftir
stóðu af kaupverði þess.
Atburðir eins og þessir grópa sig
í vitund þeirra er fyrir verða og er
líklegt að m.a. hafi þetta orðið til
að móta viðhorf þeirra systkina
til samfélagsins, að minnsta kosti
vildu þau ávallt leggja
lítilmagnanum lið þegar þau
höfðu tækifæri til. Þau systkini
Guðmundar voru: Sigríður
Hansdóttir, kunn dugnaðar og
atorkukona , sem lengstum hafði
Hrönn SH 36