Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 8
6 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar á Rifi: FARSÆLL REKSTUR í 40 ÁR -Sífellt hugað að nýjungum í útgerð og vinnslu Fiskverkun Kristjáns Guðmunds- sonar hefur um 40 ára skeið verið eitt helsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Snæfellsnesi. Það er eitt af elstu fyrirtækjum í greininni á þessu landssvæði og lengst af stóð Kristján einn við stjórnvölinn, en nú hin síðustu ár hafa synir hans tveir komið að rekstrinum og sér Hjálmar um þá hlið rekstursins sem að fiskverkuninni snýr en Guðmundur hefur umsjón með útgerðinni. Nýlega ræddi tíðindamaður blaðsins við Guðmund um starfsemi fyrirtækisins fyrr og nú og framtíðarhorfur þess. Þótt hlutafélagið Kristján Guðmundsson hf. hafi ekki verið stofnað fyrr en árið 1989 á eigandi og stofnandi fyrirtækisins sér langa og farsæla sögu í útgerð og fiskvinnslu á Snæfellsnesi. Má rekja upphaf útgerðar Kristjáns allt til ársins 1955 þegar hann keypti 53 tonna trébát frá Esbjerg í Danmörku og var báturinn skírður Tjaldur og bar hann einkennisstafina SH 175. Aður en Kristján Guðmundsson keypti Tjald SH átti hann sér farsæla sögu í sjómennsku og var hann m.a. skipstjóri hjá Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði. Flutt út á Rif Fyrstu árin var Tjaldur gerður út frá Stykkishólmi, þaðan sem Kristján er ættaður, og lagði hann aflann upp hjá Sigurði Ágústssyni. Um áramótin 1959 til 1960 flutti Kristján sig út á Rif og hefur gert þaðan út síðan. Var ástæða flutninganna fyrst og fremst sú að hagstæðara var að gera út frá Rifi en Stykkishólmi, styttra á miðin og auðveldara og hagkvæmara á alla lund. Á þessum tíma voru línumiðin utar í Breiðafirði og því var fljótlegra á miðin frá Rifi en Stykkishólmi. Tjaldur var bæði á línu og á netum en einnig veiddi báturinn síld á sumrin og í reknet á haustin. Otgerð Tjalds gekk alla tíð ágætlega. Ellefu skipverjar voru á línuveiðunum, þar af sex á sjó en fimm í landi en tíu á nótaveiðum. Þegar Kristján Guðmundsson hóf fiskverkun sína á Rifi leigði hann fyrst svonefnda Jóhannesarbragga sem margir muna eftir, en þeir voru rifnir fyrir löngu. I þessu húsnæði hófst fiskverkunin en áður var þar lýsisbræðsla og beinaverksmiðja og þetta húsnæði var líka nýtt sem mjölskemmur. Byggir fiskverkunarhús Þarna var netafiskurinn verkaður í skreið en hluta aflans var landað í önnur fiskverkunarhús á staðnum. Árið 1965 byggði Kristján síðan eigið fiskvinnsluhús beint ofan við höfnina á Rifi og um leið byrjaði hann að verka saltfisk. Húsbyggingin var kostnaðarsöm eins og vænta mátti. Á þessum tíma seldi Kristján Tjaldinn og lögðu hinir nýju eigendur upp aflann í fiskverkun Kristjáns á vetrum. Bátinn keyptu aðilar á Siglufirði, Númi Jóhannsson og fleiri og komu þeir norðanmenn alltaf á vetrarvertíð til Breiðafjarðar. Nokkrum misserum síðar keypti Kristján aftur hlut í Tjaldinum og gerði bátinn síðan út í félagi við Siglfirðingana. Erfiðustu árin í rekstri fyrirtækisins var það tímabil þegar skreiðarmarkaðirnir í Nígeríu hrundu á árunum skömmu fyrir 1970 enda fékk Kristján sinn skerf af því áfalli, eins og allir aðrir í þessari grein í landinu. I framhaldi af hruni skreiðarmarkaðanna, sem varð vegna Biafra stríðsins, var farið meira út í saltfiskverkun og var fiskurinn fyrst sólþurrkaður en fljótlega var settur upp þurrkklefi, og þar var fiskurinn síðan þurrkaður í fjölda ára. En það var ekki bara þorskurinn sem var saltaður. Síld var líka Kristján Guðmundsson söltuð í nokkrum mæli á Rifi á þessum árum og var hún seid til Svíþjóðar og Rússlands. Bátakaup Á löngum ferli í útgerð hefur Kristján eignast hlut í allmörgum bátum. Þannig keypti Kristján vélbátinn Sæljón árið 1972 og var það gert í félagi við aðila í Stykkishólmi. Sæljónið var 60 tonna trébátur sem lagði aflann upp í fiskverkuninni.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.