Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 11
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 bíður háhyrningurinn og sætir færis til að éta Iúðuna af krókunum. Þetta er talsvert vandamál í lúðuveiðum. Eg tel hins vegar að nýja línan, sem við erum farnir að nota og er mun sterkari en sú gamla, geri mögulegt að fara miklu dýpra en áður og þar eigum við eftir að finna tegundir sem ekkert eru nýttar í dag. I fyrra byrjuðu línubátar á því að fara út á Reykjanesshrygg og veiddu þar mikið af stórkarfa. Línubátarnir fengu stóra aldamótakarfann sem togararnir fengu ekki þar sem fiskurinn var alveg niður undir botni sem erfitt var að toga eftir. Forsenda þess að hægt sé að stunda línuveiðar á djúpslóð er hins vegar sú að frystibúnaður sé um borð í skipunum,” segir Guðmundur. Skötuselur í net Ymsar tilraunir hafa verið gerðar í útgerð Tjaldanna. Þannig var annar báturinn eitt sinn sendur á netaveiðar og var markmiðið að veiða skötusel í net. Einnig hafa menn reynt ufsaveiðar í net og fengu þá einnig mikið af háfi í netin. “Við höfum lagt net á þessum skipum allt niður á 1.500 metra dýpi. Það hefur gengið ágætlega og línuna höfum við lagt niður á 1.800 metra dýpi og höfum náð henni upp,” segir Guðmundur. -Hvernig hefur afkoma fyrirtækisins veríðí “Afkoman hefur stundum verið erfið en þó réttu megin við núllið. Það hefur hins vegar kostað okkur mjög mikið að standa upp á eigin spýtur í öllum þessum tilraunum. Við höfum gert þetta allt sjálfir og höfum ekki fengið neina styrki eða hjálp til þess. Það tekur tíma og kostar bæði orku og peninga, en þetta er farið að skila árangri í dag. Við erum líka mjög heppnir með mannskap. Það eru góðir sjómenn á báðum skipunum og þeir eru að ná tökum á að veiða á svona miklu dýpi,” segir Guðmundur. Aukin sérhæfing bátaflotans “Ég tel að á næstu árum verði þróunin í línuveiðum á þann veg að aukin sérhæfing eigi eftir að koma til. Þannig held ég að bátaflotinn muni skiptast meira en nú er í grunnsjávarveiðar og djúpsjávarveiðar, líkt og gerst hefur með togaraflotann. Þegar við tókum ákvörðun um að kaupa þessi skip var markmiðið það að nýta reynslu okkar úr línu og netaveiðum og einbeita olckur að slíkum veiðum, í stað þess að breyta til og fara í annars konar veiðar. Frá árinu 1980 til 1992 var megináherslan lögð á fiskverkunina. Fyrri hluta þess tímabils kom alltaf rnikið af vertíðarbátum á Breiðafjörð sem síðan lögðu upp fisk hjá okkur. Þegar kvótakerfið byrjaði vorum við aðeins með einn bát og nýttum okkur það að kaupa fisk af öðrum til að fullnýta fiskverkunina. Þegar hins vegar þorskveiðarnar drógust saman minnkaði aflinn sem lagður var upp hjá okkur. Því var gripið til þess ráðs að kaupa bátinn Kópanes, sem fyrr er frá sagt og árið 1990 voru verkuð um 1.200 tonn af saltfiski í fiskverkuninni,” segir Guðmundur. Frá því síðastliðið vor hefur hins ______________________________9__ vegar enginn saltfiskur verið verkaður hjá fyrirtækinu en Guðmundur segir að áhugi sé á því að byrja aftur á saltfiskverkun. Fjölbreyttir möguleikar - En hvafí um fyamtíðina? “Framtíðin í fiskvinnslunni er björt. Ég held hins vegar að fyrirtækin verði að leggja áherslu á að vera í ferska fiskinum samhliða annarri verkun og eiga möguleika á fjölbreytileika í verkunar- aðferðum. Verða fyrirtækin að geta tekið við fiski, hvort sem hann er ferskur eða sjófrystur, og unnið hann áfram. Vinnslan verður líka að vera tilbúin til að kaupa heilfryst hráefni, fisk sem er frystur úti á sjó og vinna aflann áfram í landi. Þannig verður það hjá okkur. I útgerðinni eru möguleikarnir, hvað stóru línubátana snertir, í því fólgnir að vera með frystingu um borð og bátarnir verða að geta stundað veiðar á djúpslóð. Skipin verða einnig að vera þannig útbúin að þau geti stundað veiðar víða, jafnt innan sem utan lögsögunnar. Það er einmitt þetta sem við höfum verið að reyna að gera,” sagði Guðmundur Kristjánsson að lokum. Tjaldur SH 270

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.