Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 44

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 44
42 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 Jóhannes Ragnarsson, form. verkalýðsfélagsins Jökuls: FÁEIN ORÐ UM ATVINNUMÁL Varla hefur það farið fram hjá neinum að sigið hefur all verulega á ógæfuhliðina í atvinnumálum landsmanna síðustu 3 árin. Atvinnuleysi hefur stóraukist og virðist síður en svo á förum. Árið 1991 var fjöldi atvinnulausra á landinu öllu að meðaltali 1901 eða um 1,5%. Á sl. ári , 1994, var þessi tala komin upp í 6209, eða 4,7%. I marsmánuði á þessu ári mældist atvinnuleysið 6,4%, sem þýðir að í þeim mánuði hafi u.þ.b. 8000 Islendingar gengið um atvinnulausir. I spá Þjóðhagsstofnunar frá því í aprílmánuði sl. segir reyndar, að horfur séu á því að nokkuð dragi úr atvinnuleysi á þessu ári. Ástandið hér í Ólafsvík Atvinnuleysið og óöryggið sem því fylgir hefur ekki farið fram hjá okkur í þessu byggðarlagi enda hefur staða atvinnumála verið hér í uppnámi í nokkur ár. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig á því stendur að byggð, sem svo vel liggur að einhverjum bestu fiskimiðum Iandsins, skuli standa jafn illa að vígi og raun ber virni. Ekki síst í Ijósi þeirrar staðreyndar að síðustu áratugina hefur farið I ÓLAFSVÍK hér frani gífurleg verðmætasköpun, sem fólk hér hefur unnið að hörðum höndum og lagt nótt við dag í þeim efnum. Orsakir vandans Auðvitað væri það allt of mikil einföldun að kennu einhverju einu þar um. En óneitanlega kemur stjórnun fiskveiða sl. 11 ár fljótt upp í hugann þegar leitað er skýringa. Engum blöðum er um það að fletta að kvótakerfið er alveg þrælmagnað fyrirbæri. I upphafi var mönnum sagt að hér væri komið fullkomið og óbrigðult kerfi til verndar ofveiddum fiskistofnum, þá ekki síður til hagræðingar í útgerð og sjávarútvegi yfir höfuð. Skömmu síðar var þetta kerfi gert að trúarbrögðum af helstu talsmönnum og áhangendum þess. I þeirra eyrum hljóma efasemdarraddir um ágæti kvótakerfisins eins og versta guðlast. Einhvern tímann í fyrravetur heyrði ég í manni nokkrum í útvarpinu sem hélt því blákalt fram að öll helstu markmið kvótakerfisins hefðu mistekist, utan eitt en það væri líklega mikilvægasta markmiðið, þ.e. að safna aflaheimildunum á sem fæstar hendur þrátt fyrir lagabókstafi um sameign þjóðarinnar á fiskistofnum innan fiskveiðilögsögunnar. Ekki ætla ég mér að gerast dómari hvað varðar skoðun þessa ágæta manns. Eitt er þó nokkuð ljóst, að með tilkomu kvótatrúarbragða í sjávarútvegi varð til svæsið lögverndað auðvaldskerfi með tilheyrandi braski, sukki og subbuskap í öllum regnbogans litum,- og guð hjálpi þeim sem ekki taka þátt í leiknum með glöðu geði! Framtíðarhorfur Þrátt fyrir að aflaheimildir hafi skroppið saman og stór fyrirtæki sem áður voru burðarásinn í atvinnulífinu hér hafi horfið úr rekstri,- má fólk ekki missa trúna á framtíðina; það kemur dagur eftir þennan dag. Byggðarlagið okkar liggur afar vel að góðum fiskimiðum, eins og áður hefur verið nefnt. Hér eru ákjósanlegar aðstæður til að laða að ferðamenn. Ennfremur hlýtur að vera hægt, ef vilji er fyrir hendi,- að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á sviðum þjónustu og iðnaðar. Á síðast liðnu hausti hófst t.a.m. útflutningur á vikri, bæði héðan frá Ólafsvík og Rifi. Vonandi er einhvern vaxtarbrodd þar að finna. En fyrst og fremst vantar okkur varanlega kjölfestu í atvinnulífið. Þar á ég við stórt og öflugt fiskvinnslufyrirtæki sem býður upp á góðan aðbúnað og starfsöryggi. En til þess að það megi verða þurfa heimamenn að tryggja samstarf við utanaðkomandi aðila sem eru tilbúnir til að leggja til aflaheimildir og fjármagn. Aðrar leiðir í þeim efnum eru tæplega færar. Yfirvofandi sjómannaverkfall Þegar þessar línur eru settar á blað stefnir allt í að boðað verkfall

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.