Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 17
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 15 FRUMKVÖÐULL NETASKÍFU OG DREKA Flestir þekktu hann fremur undir nafninu “Bjarni í Smiðjunni”. I grein þessari um föður sinn, Bjarna M. Sigurðsson, rekja börn hans, þau Sigurgeir og Guðrún María, stutt æviágrip um hann. Bjarni var sannkallaður völundur á tré og járn. Hann rak ásamt Guðjóni, bróður sínum, vélsmiðjuna Sindra hér í Ólafsvík, eða frá árinu 1943 til 1965. Vélsmiðjan Sindri var þýðingarmikill hlekkur í atvinnusögu Ólafsvíkur í einu mesta uppgangstímabili staðarins. Hugvit og verkkunnátta Bjarna við smíði áhalda ásamt annari viðgerðar- og nýsmíðaþjónustu kom sér afar vel íyrir ört vaxandi útgerðar-og fiskvinnslustað. Sum þessara áhalda eru notuð víða um land enn þann daginn í dag enda fór hróður Bjarna á þessum sviðum víða. Við lestur þessara minninga um Bjarna rifjast sjálfsagt upp hjá mörgun minnisstæð atvik og sögur af verklægni og kunnáttu þessa manns ásamt persónulegum samskiptum hans við samtíðarfólk. Full ástæða væri til að gera því betri skil síðar á þessum vettvangi eða öðrum slíkum. Bjarni Matthías Sigurðsson var fæddur 29. nóvember árið 1894 að Neðri - Lá í Eyrarsveit. Hann týnist 25. ágúst 1974 undir Snæfellsjökli. Kona hans, Vigdís Lydía Sigurgeirsdóttir, var fædd á Arnarstapa 3. desember 1896. Faðir hans drukknaði í lendingu við Lárós 25. maí 1897 frá 3 Bjarni Matthías Sigurðsson stúlkubörnum og 4 drengjum. Fór hann þá í fóstur til frændfólks síns að Kálfárvöllum. Bjarni var 17 ára gamall þegar hann fór að læra húsasmíðar hjá Ólafi bróður sínum í Stykkishólmi. En á 21. aldursári fór hann sem vinnumaður til Krisdns Indriðasonar á Skarði á Skarðsstönd. Liggja þar eftir hann ýmsir smíðisgripir. Bjarni og Vigdís giftu sigl4. október árið 1922. Fór hann þá í járnsmíðanám hjá Guðmundi Sigurðssyni á Þþingeyri við Dýrafjörð. Þau hjónin eignuðust 6 börn, tvö dóu ung; Hrefna 8 mánaða , tvíburadreng á móti Sigurgeiri og Gunnar son sinn misstu þau þann 19. júní 1970. Arið 1943 fluttust þau hjónin frá Bjarni að smíða skífur í Sindra Þingeyri til Ólafsvíkur og hóf Bjarni þá rekstur vélsmiðjunnar Sindra með Guðjóni bróður sínum og ráku þeir bræður smiðjuna fram til áramóta 1965 en þá keyptu afkomendur Bjarna M. Sigurðssonar af þeim íyrirtækið og ráku það til ársins 1978. Bjarni smíðaði öll sín verkfæri sjálfur er hann þurfti að nota. Hann var frumkvöðull að fyrstu ribbunetaskífunni sem hann smíðaði fyrir Tryggva Jónsson, sem var þá með Snæfellið, sem var í eigu Víglundar bróður hans, það hefur líklega verið árið 1948 eða 49. Þessa ribbunetaskífu smíðaði hann einnig fyrir Þingeyrarspil o.fl. sem voru aðallega í bátum á þessum árum. Einnig var hann frumkvöðull að smíði netadreka sem komu fljótlega á eftir. I gömlu höfninni varð að sæta sjávarföllum við út og innkomu báta enda yfir grjót og klappir að fara. Bjarni smíðaði þá undir alla stærri báta “járnskúffukjöl”. Hann mældi kjölinn þegar bátur stóð á þurru, smíðaði síðan skúffuna og lét svo bátinn setjast í hana þegar fjaraði út. Ekki man Ljósmynd: ÞórSur Þórðarson ég eftir því að það verk misfærist nokkurn tímann hjá honum. Það kom tvisvar fyrir að hann þurfti að rétta skrúfuöxul úr bát sem Guðmundur Jensson átti. Við það verk notaði hann gamla botnskál undan Júnímúntelvél sem undirstöðu, reisti svo gálga, þ.e. þrífót með fallstýringu fyrir hamarinn. Hamarinn var svo hífður í 2ja til 3 m. hæð með

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.