Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 21
19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
á leið var ég orðinn svo
máttfarinn að ég var á hnjánum
við að blóðga fiskinn. Eftir þetta
úthald hét ég því að ég skyldi
aldrei á sjó framar. Ég stóð nú
ekki lengi við það því tveimur
árum síðar var ég landmaður á
báti hjá H.Ó. sem hét
“Þorsteinn”. Það stóð til að hann
færi á net en hann bilaði og þá var
fenginn annar bátur á leigu, sem
bar nafnið “Hannes Hafstein” og
var frá Dalvík. Skipstjóri var
enginn annar er hinn frægi
aflamaður Finnbogi Magnússon
frá Patreksfirði. Með bátnum
komu 4 menn að norðan og svo
fórum við landmennirnir urn
borð á netin, þar af voru 2
Færeyingar. Ekki var að því að
spyrja. Sjóveikin herjaði á mig frá
fyrsta degi og var ég alveg að
drepast eins og venjulega.
Færeyingarnir voru með
sjóveikitöflur og var það í fyrsta
sinn sem ég heyrði um tilvist
slíkra taflna. Ég át þær í þrjá
sólarhringa og varð ansi sprækur
og fann ekki fyrir sjóveiki. Þá
vann ég einnig nokkra vetur í
Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur við
fiskvinnslu. Þá var oft unnið til
kl. 4 á nóttunni þegar mikill afli
barst á land”.
Fyrsta trillan
“Eftir þessa vertíð fór ég í land.
Skömmu síðar keypti ég og Björn
Indriðason frá Stóra-Kambi, 2 og
1/2 tonna trillu og er það fyrsti
báturinn sem ég eignaðist. Við
nefndum hann “Breiðvíking” og
rérum bæði frá Ólafsvík og Stapa.
Við vorum með handsnúnar
rúllur. Fyrsti róðurinn er mér
minnisstæður því við fórum hér
út frá Ólafsvík í suð-vestan 5
vindstigum og fylltum hann af
fiski frá höfninni og inn að
Fróðárskerjum, eða til klukkan
fimm um daginn á tvær rúllur.
Hann óð nánast upp í fjöru
fiskurinn. Fiskinum var landað í
Hraðfrystihús Ólafsvíkur. Við
áttum þennan bát í eitt og hálft ár
en þá seldum við hann. Eftir
þessa útgerð blundaði alltaf í
manni alla tíð að eignast trillu
seinna”.
Vöruflutningar
“Fljótlega eftir þetta fer ég að
keyra vörubíl í Breiðuvík, síðar
vöruflutningabíl frá Ólafsvík til
Reykjavíkur, fyrst fyrir Kaupfélag
Ólafsvíkur. Ég keypti síðan nýjan
bíl á móti þeim en seinna keypti
ég hann á uppboði eftir að
Kaupfélagið varð gjaldþrota. ‘Eg
var með þessa vöruflutninga í 16
ár, kannski 10 árum of lengi! Eru
margar sögur til frá þessum tíma
en það yrði of langt mál upp að
telja. Þá var að sjálfsögðu ekkert
malbikað og á vorin voru vegirnir
einn forarpyttur. Þetta var alveg
hryllingur, að vera kannski upp
undir 20 klukkustundir á leiðinni
að svamla í þessu. Þá var bara
mokað tvisvar í viku og þetta var
oft mjög erfitt. Þegar flestir voru
voru allt upp í fjórir aðilar í þessu,
að keyra hér á milli. Þeir ýmist
hættu eða ég keypti þá af þeim
bílana. Síðustu 2 árin keyrði ég
ekkert sjálfur vegna þess að ég var
orðinn ansi lélegur í fótunum.
Fékk ég þá menn til að keyra fyrir
mig. Þá var ég í vöruafgreiðslunni
og var líka kominn með
dekkj averks tæð i”.
Grillskálinn
“Með þessu opnaði ég líka
Grillskálann þannig að nóg var að
gera. Þá var bara ein sjoppa hér í
Ólafsvík, það var Olís-sjoppan.
þar sem þetta var orðið allt of
mikið tók ég þá ákvörðun að selja
flutningabílana Erni Steingríms-
syni en ég var búinn að vera með
þennan rekstur eins og áður sagði
í ein 16 ár. Grillskálann rak ég í
11 ár. Þetta var mikil vinna í
flutningunum og maður var lítið
heima hjá sér. Hélt ég mér því
framvegis við þennan rekstur
Grillskálans og ætlaði þannig að
breyta til, vera með okkar
starfsfólk sem myndi létta okkur
störfin en það fór á aðra leið.
Þetta var orðin sama mikla vinnan
og allir dagar voru jafnir, bæði jól
og páskar. Það var alltaf verið að
þrífa og laga til”.
Trilluútgerð
“Þegar ég sel Grillið er ég
orðinn 49 ára og eins og áður
sagði blundaði þetta alltaf í mér
að kaupa mér bát. Og ég lét verða
að því. Þetta er nú hálfskrýtið, að
ég er að fara á sjóinn þegar menn
á mínum aldri eru að fara í land,
enda voru hrakspárnar eftir því.
Báturinn sem ég keypti fyrst var
hraðbátur, Sómi 800, 5.9 tonn.
Hann var með “Elliðarúllur” en
ég keypti síðan “DNG” rúllur
sem var alger bylting frá því sem
áður var. Þetta var fyrsti