Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 34
32
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Keflavíkurvör. Höfuðið er aðeins aðskilið frá hægra megin Mynd: Pétur Jób.
þar heil skipshöfn, alls 9 sjómenn.
Eignarhald á jörðinni
Hér að framan er þess getið að
Helgafellsklaustur hafi átt
landeignina Keflavík hálfa á móti
Miklaholtskirkju. Um miðja 14.
öld gerðist það að til Helgafells
kom til náms og dvalar, Loftur
þorgilsson. Faðir hans, Þorgils
Guðlaugsson, galt Helgafells-
klaustri Keflavíkurjörðina hálfa
fyrir námskostnaði og uppihaldi
drengsins. Þar með hefur
afrakstur af Keflavík orðið búsílag
á Helgafelli og stuðlað að því
menningarstarfi sem þar fór fram
fyrir siðaskipti.
Einnig er mjög líklegt að
námsmaðurinn Loftur Þorgilsson,
sem hálflendan í Keflavík var
notuð til að greiða
námskostnaðinn fyrir,- hafi
endurgreitt umhverfi Keflavíkur
þennan kostnað því a.m.k. tvær af
fornum sögum okkar eru
greinilega skrifaðar af manni sem
er gjörkunnugur í nánasta
umhverfi Keflavíkur undir Jökli.
Þessar sögur eru Víglundarsaga
og Bárðar saga Snæfellsáss.
Sögusvið fornsagna
Sögusvið Víglundarsögu er að
stórum hluta svæðið frá Enni að
Ingjaldshóli. Örnefnalýsing
Bárðarsögu ber vott um góðan
kunnugleika á svæðinu.
Sérstaklega ber vísan, sem lögð er
í munn Helgu Bárðardóttur þegar
hún var á Grænlandi, þess merki.
Vísan er svona:
Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala
báða Lóndranga
Aðalþengshóla
og Öndvertnes
Heiðarkollu (?)
og Hreggnasa
Dritvík og möl (?)
fyri dyrum fóstra.
Af 8 eða 9 örnefnum sem nefnd
eru í vísunni sjást 4 eða 5 þeirra
rétt ofan við Keflavíkurvörina.
(Töluóvissan felst í því hvort möl
er sérnafn eða ekki og ennfremur
hvar Heiðarkolla er).
Loftur lauk námi á Helgafelli og
er nefndur í skjölum þaðan sem
djákni. Líklegt er að hann hafi
unnið þar við skriftir auk
kirkjulegra starfa. Hann vottfestir
skjöl sem enn eru til og geta þeir
sem hafa áhuga á því að sjá
rithönd hans séð hana á þeim
skjölum.
Gamla orðatiltækið “mér er
sama úr hvaða Keflavík ég ræ”,
tengist mjög trúlega
Keflavíkunum sunnan og norðan
Breiðafjarðar, Keflavík undir Jökli
og Keflavík undir Bjargi. þessar
Keflavíkur voru þekktastir
útróðrarstaða með því nafni um
aldir.
í sjávarháska
sumarið 1936
Við Keflavíkurvör er gamli
tíminn nálægur, bæði á þann hátt
að staðurinn sjálfur segir sína sögu
og svo hitt, að aðeins eru nokkrir
áratugir síðan að róið var til fiskjar
frá vörinni. Þar gerðust atburðir
þar sem stutt var á milli lífs og
dauða.
Enn eru í nokkru fjöri á
Hellissandi þrír sjómenn sem réru
úr Keflavík. Það eru þeir
Sigurbjörn Hansson á Selhóli og
Kefsararnir Björgvin Magnússon
og Guðbjartur Þorvarðarson.
Þeir Sigurbjörn og Björgvin, þá
17 og 18 ára, lentu í hrakningum
í Keflavíkurvör sumarið 1936 en
þá var enn róið sumarbátum úr
vörinni. Þeir reru það sumar með
föður Sigurbjörns, Hans Jenssyni
á Selhóli, á tveggja manna fari
sem kallaðvar “Kóni”. Dag
nokkurn reru ungu mennirnir
tveir vegna þess að Hans var
lasinn. Veður var gott fyrri hluta
dags en þegar líða tók á daginn
fór að kula úr norðri. Þeir fengu
því góðan byr upp undir landið
og felldu seglið fram af
Keflavíkinni. Einhverjar
öldudýfingar voru fram af
lendingunni en það hvarflaði ekki
að þeim að ekki væri lendandi.
Sigurbjörn taldi sig kunna að taka
rétt lag til lendingar og á því lagi,
sem þeir töldu rétt vera, tóku þeir
róðurinn að vörinni. Björgvin sat
undir ár á fremri þóttunni
bakborðsmegin en Sigurbjörn
reri stjórnborðsmegin á aftari
þóttunni. Allt gekk vel þar til
þeir voru komnir aðeins inn með
Höfðinu, sem er stórt bjarg fremst
og austanvert við vörina. Þá reis
ólag rétt aftan við bátinn og áður
en varði hafði það hvolft sér yfir
hann og fyllt stafna á milli. Þegar
báran reið yfir tók hún Björgvin
með sér út í vörina en síðan fleytti