Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 14
12
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Snæfellsnesi telur Kirk að
Ólafsvík sé best fallin til
hafnargerðar. Þessu fylgdi
viðamikil greinargerð.
Kirk fellur frá í október 1919.
Atvinnu- og
samgönguráðuneytið fól
landsverkfræðingi að láta gera
sundurliðaða áætlun um
hafnarvirki í Ólafsvík sem var
tilbúin í apríl 1920.
Kostnaðaráætlun var kr.
1.064.000.-. Teikningu gerði
Th. Krabbe og var hún dagsett í
september 1921. Áætlun þessi
og lysing mannvirkisins var
yfirfarin og staðfest af fulltrúa
danskra yfirvalda í
Kaupmannahöfn í apríl 1920,
undirritað af Etatsraad N.C.
Monberg. Hið svokallaða
“Milljónafélag” í Ólafsvík fól
Jóni Þorlákssyni verkfræðingi að
gera tillögu að höfn í Ólafsvík.
Þessi tillaga var tilbúin 1915.
Hún var aldrei notuð við
hafnargerðina.
Á Aiþingi 30. ágúst 1919 eru
samþykkt lög um hafnargerð í
Ólafsvík. Nefndarálit
sjávarútvegsnefndar þingsins er
rökstuðningur um nauðsyn
hafnarframkvæmda í Ólafsvík.
Alþingi samþykkti lögin
samhljóða. Konungur Islands og
Danmerkur, Christian tíundi,
staðfesti og undirritaði lögin 28.
nóvember 1919 sem lög nr. 60
(sjá lögin og greinargerð). Þessi
lagasetning og undirbúningur
stjórnvalda um hafnarmál í
Ólafsvík er í raun merkur
viðburður og mikilvæg vísbending
um að fyrstu aðgerðir í
hafnarframkvæmdum væru að
hefjast.
Hreppsnefnd Ólafsvíkur
samþykkti 25. febrúar 1925 að
hefja undirbúning framkvæmda
við þessa áætlun í samráði við
vitamálastjóra.
Á árunum 1926-1937 var
gerður svokallaður Norðurgarður,
187 metra langur, við
Snopputanga í þessum áföngum:
1926 70 metrar, 1927 43 metrar,
1928 22 metrar, 1930 18 metrar,
18C
7“ Lög
hafnargerð f Ólafavfk
V|er CbrUtlan blon Tiundi, al ku8« náí konungur Ulandi og Danmcrkur.
Vlnda og Gauta, hertogi i Sljeavik, Hollsetalandi, Stdrmaerf, ÞJettmeraki,
Láenborg og Aldinborg,
Ojtrum kunnugl: Alþingi hefir (alliat & Iðg þeaai og Vjer ataSfeat þau með
aamþykki Voru:
1. gr.
Til hafuargoröar I Ólafavlk veitiat úr landaajdði einn Ijdrði hluti koato-
aðar, eftir áœtlun, aem atjómin hefir eamþykt, þegar fje er veltt til þeaa I fjár-
löguro, þð ekki yflr 175000 — eitt hundrað. ejötlu og flmm þilaund — krðnur,
gegn þreföldu framlagl úr bafnarajðði Ólafavlkur. FJárhicð þceal greiðiat hreppa-
nefnd Ólafavlkur að aörau tiltðlu og hafnarajðður leggur fram tll fyrlrtœkiaina
árlega.
2. gr.
Landaatjðralnni veitiat heimlld tll að ábyrgjaat fyrlr hönd landaejðða alt
að 525000 — flmm hundruð tuttugu og flmm þúaund — krðna lAn, er hreppa-
nefnd Ólafavikur kann að fá til hafnargerðar, gegn ábyrgð aýalunefndarinnar 1
Snœfellaneee- og Hnappadaleaýalu.
Tillagið úr landeajðði og ábyrgð landaajðða er bundið þvl akilyrði, að yflr-
umajðn raeð verklnu og reikningabaldi aje falin mannl, aem etjðrnarrAðið aam-
þykkir.
3. gr.
Sjerhver er akyldur til að láta af bendi maunvírki og land, er þarf til
að gera böfnlna, eða undir brautir og vegi 1 þarflr hafnurinnar, avo og leyfa, að
tekið verði I landi haua, hvort heldur er grjðt, möl eða önnur jarðefui, og þola
þær elgnarkvaðlr, ðbagrœðl cða takmörkun á afnotarjetll, aeiu hafnargerðin hcflr I
fðr racð ajcr, alt gcgn þvl, uð fullar bœtur komi tyrir. Nálet ckkl aarokomulag
um bœturnar, akulu þrer Akvcðnar racð mati tvcggja dðmkvaddra manna, að til-
kvoddum báðum mAlaaðiljuin. Koatnaður við inatið greiðiat úr hafnarjðði Ólafs-
vikur. Nú vill annarhvor málsaðilja ekki una mati, og getur Itann hcimtað yflr-
mat, cn gcra aknl hann það innan U daga frA þvi að maugcrð cr lokið. Yflr-
matið akal framkvmmt A sama hAtt af 4 dðrakvöddum mönnuni. Kostnaðlnn við
yflrmatið greiðir aá, cr þeaa hefir kraliat, ef niaUupphii.ðiniii verður okki broytt
GeflO A Amalíuborg, 28. ndvember 1010.
Undlr Vorri konunglegu hendi og lnnelgli.
Christian R.
(L. 8.)
áiyurður Jtmim.
Urdráttur:
Lög um hafnargerð í Ólafsvík frá 28. nóv. 1919
1932 14 metrar, 1934 6 metrar og
1937 11 metrar. Þessi garður er
merkilegt mannvirki þegar það er
skoðað að handaflið kom að
miklu leyti í stað nútíma tækja.
Oftast var unnið á vöktum allan
sólarhringinn þann tíma ársins
sem unnt var að vinna, mest í
stórstraumsfjöru. Handbörur og
vagnar á járnbrautarteinum voru
notaðir við grjót- og
steypuflutninga fram í garðinn.
Oft voru 50 til 70 verkfærir menn
á þrískiptum vöktum allan
sólarhringinn.
Tímakaupið var fyrstu árin 70
aurar - 1.00 á klst., hvort sem
unnin var dagvinna eða
næturvinna. Verkstjóri fyrstu árin
var Guðjón Sigurðsson, vélstjóri í
Ólafsvík.
Á árinu 1934 var svo byggð
bátabryggja, svokallaður
Suðurgarður, 93 metrar á lengd, í
stefnu á yzta enda Norðurgarðsins
eins og hann var 1938. Var
þannig loksins komin bátakví en
því miður, á þurru um
stórstraumsfjöru. Bátar urðu því
að sæta sjávarföllum inn og út úr
þessu hafnarmannvirki. En hér
var komin langþráð aðstaða fyrir
vélbáta, sem var mikilvæg framför
og stærri bátar voru því keyptir.
Þessi hafnarmannvirki, sem
hér er greint frá, eru nú komin
undir byggingar og plön við nýja
höfn.
Árið 1931, hinn 21. maí, var
kosin fyrsta hafnarnefnd
Ólafsvíkur skv. lögunum nr. 60
frá 1919. I fyrstu hafnarnefnd
áttu sæti: Stefán Kristjánsson,
Soffanías Guðmundsson,
Magnús Jónsson, Gunnlaugur
Björnsson og Finnbogi G.
Lárusson. Tók hafnarnefnd þar
með formlega við stjórn
hafnarsjóðs- og framkvæmdum,
sem haldist hefur óbreytt síðan.
Fyrsta reglugerð um
Ólafsvíkurhöfn var staðfest 27.
maí 1931.
Um 1940 verða mikil
umskipti í atvinnumálum og
sjósókn í Ólafsvík. Nýtt
frystihús er tekið til starfa,
árabátaútgerð er aflögð, stærri
vélbátum hefur fjölgað og útgerð
vex hröðum skrefum.
Næstu 20 árin, 1941-1960, er
áfram unnið að
hafnarframkvæmdum sem voru:
Lenging Norðurgarðsins,
skjólgarður og trébryggja innan á
hann, svo og dýpkun hafnar.
Fjármagn var ofr takmarkað og
áfangar litlir.
Vandamálið var vöntun á meira
rými fyrir srærri báta og
viðlegukantar fyrir flutningaskip.
Eigendur báta urður að standa
vakt allan sólarhringinn í höfn
vegna mismunar flóðs og fjöru,
sem er rúmir 5 metrar svo og
vegna ágjafar við Norðurgarð í
vondum veðrum. Mikil hreyfing
var í höfninni og tjón á bátum og
skipum oft verulegt.
Mikill þrýstingur var frá
útgerðarmönnum um frekari
hafnarframkvæmdir vegna áforma
um kaup á stærri bátum og
togurum. Jafnframt vildu
skipafélögin takmarka viðkomu
flutningaskipa til Ólafsvíkur, þar
sem höfnin væri ótrygg vegna
vöntunar á viðleguköntum og
dýpið væri of lítið. Þessi mál voru
til ítarlegrar meðferðar í
hreppsnefnd og hafnarnefnd á