Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 26
24 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 því ekki að það kæmi svona nokkuð fyrir mig og mína fjölskyldu, eins og svo margir halda. Oft þegar ég heyrði í fréttum af sjóslysum og öðrum slysum, þá hugsaði ég að ég gæti ekki afborið það að missa mín börn. Svona hugsanir fóru um huga minn þetta kvöld. Eg trúði því ekki að þetta gæti verið að gerast, að ég væri að missa einn hlekkinn. Við göngum heim ég og Guðmundur og þá mætum við Margréti. Þá var búið að aðvara hana um þetta. Við keyrum hér út á Bakkana og sjáum að það eru bátar að fara út úr höfninni til leitar. Við keyrum svo til baka aftur. Þá var skemmtuninni lokið og börnin höfðu labbað heim því þau höfðu reiknað með því að pabbi þeirra væri kominn heim. Ævar Rafn var þá 11 ára og Harpa Dögg 8 ára. Þeim var sagt um kvöldið að Bervíkin væri ekki komin í land, henni hefði seinkað. Það væri vont veður og verið væri að svipast um eftir henni. Nú börnin sofna svo stuttu seinna. Magnús og Kristján komu svo seinna til okkar um kvöldið en þeir höfðu báðir verið á sjó þennan dag. Kvöldið leið svona og fram á nóttina. Snemma um morguninn fer ég að átta mig á því hvað haft gerst. Ég er búin að missa son minn. Þegar börnin vakna um morguninn varð að segja þeim hvað hefði skeð. Það varð óskapleg sorg. Það var svo sárt að horfa í augun á blessuðum börnunum og sjá sorgina og söknuðinn í þeim og segja þeim að þau væru búin að missa föður sinn. Maður tók þetta óskaplega nærri sér því þetta er svo viðkvæmur aldur. Næstu dagar voru miklir sorgardagar. Stöðug leit var við erfið skilyrði. Þennan dag sem báturinn fórst voru norð- austan 7-8 vindstig og frost. Okkur var sagt að hann haft farist rétt utan við höfnina í Rifi. Varðskip var komið á staðinn og það stóð til að kafa þarna niður. Slæmt veður var næstu 7 daga og aðeins var hægt að leita fjörur. Þegar köfun hófst fannst fyrstur Óttar Úlfarsson, sá yngsd af 5 manna áhöfn. Það var á föstudaginn langa. Næsta dag finnst Sveinn Hlynur Þórsson og á annan í páskum finnst Úlfar Kristjónsson, skipstjóri. Fleiri fundust ekki við köfunina”. Erfiðar sorgarstundir “Tíminn sem í hönd fór var mjög erfiður. Það var þessi bið eftir að líkin af Steini Jóhanni og Hafþóri fyndust. Það var svo erfitt að sætta sig við það því báturinn fórst svo stutt frá landi. Þetta var gríðarlega stórt högg fyrir ekki stærra byggðarlag að missa þarna 5 unga menn,- og enginn til frásagnar. Guðmundur fór á hverjum degi leita út að Rifi, í kringum höfnina. Skiptust synir okkar á að fara með honum í þessar ferðir, þeir Magnús og Kristján og einnig Herbert Hjelm. Sjálf fór ég ekki út fyrir Enni allan þennan tíma meðan ég vissi að hann var þarna í sjónum. Börnin hugsuðu mikið um þetta. “Hvers vegna synti pabbi ekki í land? Hann var svo vel syndur”, sögðu þau. “Gat hann ekki synt í land eins og maðurinn í Vestmanneyjum “? Ég fór mjög lítið út úr húsi í mánuð á eftir þetta. Þá var okkur ráðlagt af vinum og presti að fara aftur vinna til að dreifa huganum og vera innan um fólkið á vinnustaðnum. Yfirverkstjóri var Ólafur heitinn Kristjánsson. Var hann ákaflega hlýr og nærgætin við okkur og virti óskir okkar um mætingar í vinnuna. Sr. Guðmundur Karl var prestur í Ólafsvík þetta ár. Var hann mjög elskulegur maður og veitti okkur mikinn styrk allan þennan tíma . Loksins þann 28. júni finnst Steinn við nyrðri hafnargarðinn í Rifl og þremur sólarhringum síðar finnst sonur minn. Þá er það trilla sem er að fara í land vegna brælu sem finnur lík á floti. Á trillunni voru tveir ungir piltar og annar þeirra í sínum fyrsta róðri. Láta þeir vita um fundinn. Vélbáturinn Fróði fer út og þeir ná því um borð. Þetta kalla ég kraftaverk, að allir skyldu finnast úr sjóslysi svo hægt væri að jarðsetja þá. Þetta var mikill léttir fyrir alla eftir allan þennan sorgartíma”. Fjölskyldan “Þegar þetta slys varð fannst mér mjög gott að fá fjölskyldu okkar og vini í heimsókn. Dísa,

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.