Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 12
10
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Eftirlætisréttur sjómannsins!?
KÁLFAKJÖTSRÉTTUR FRÁ ZURICH
Vegir Ólsara liggja víða; jafnvel frá íslensku sjávarþorpi undir Jökli alla leið til svissnesku Alpanna, nánar
tiltekið til borgarinnar Ziirich en þar heldur heimili með börnum sínum og svissneskum eiginmanni Guðríður
Hallmarsdóttir, “Óisari”, dóttir þeirra hjóna Hallmars Thomsen og Kristínar Sigurðardóttur. Blaðamaður
Sjómannadagsblaðsins hitti Guðríði að máli á dögunum og bað hana um uppskrift að þarlendum lcvöld- eða
hátíðarmat. Guðríður var meira en fus til þess og lét okkur hafa eftirfarandi uppskrift að góðum svissneskum
kvöldverði að hætti hússins hennar í Ölpunum.
hráefni:
600 g kálfakjöt ( skorið í ræmur)
1/2 tsk salt
1 matsk hveiti
1 tsk. paprikuduft
200 stk nýir sveppir
1-2 stk laukur (e. smekk, jafnvel hvítlaukur)
1 dl hvítvín
1 tsk sítrónusafi
2 dl rjómi
1 dl kjötkraftur (kjötsoð)
1 búnt steinselja
hvítur pipar
matreiðsla:
Kjötið skorið í ræmur og smá hveiti stráð yfir. Kryddað með salti, paprikudufti og pipar. Þá er kjötið
steikt við mjög háan hita og síðan haldið heitu. Smjör iátið bráðna á sömu pönnunni og smátt
skorinn laukur settur út í. Sveppirnir skornir í grófar sneiðar og settir út á pönnuna,
ásamt sítrónusafanum og hvítvíninu. Látið sjóða niður um helming. Síðan er kjötsoðinu bætt
út í, einnig rjómanum. Kryddað með salti (eða aromati) og pipar. Steinselju stráð yfir. Efþiðviljið
hafa meiri sósu látið þá meiri rjóma og hvítvín og þykkið svo sósuna.
Hægt er að breyta þessari uppskrift á alla vegu, t.a.m. nota kjúklingakjöt í stað kálfakjöts. Þá
mætti bragðbæta réttinn með vískí, tómatpúrru, rósmarín eða öðrum kryddjurtum.
meðlæti:
Með þessum rétti er venjulega borinn fram kartöfluréttur sem kallast “Rösti”, sem er eins konar
stökk kartöflupönnukaka. Einnig er viðeigandi að hafa hrísgrjón með hvítlauksbrauði eða
“pasta” eða “pastanúðlum”. Þá er ómissandi að hafa með því parmesan ost til að strá ofan á
hrísgrjónin eða pastað.
uppskrift
“Rösti”
lkg kartöflur
1 stór/saxaður laukur
olía til steikingar
salt og pipar
matreiðsla:
Kartöflurnar eru soðnar daginn áður. Þá rifnar niður á rifjárni. Olían er hituð á þykkbotna pönnu.
Laukurinn er léttsteiktur í 2-3 mínútur. Því næst er kartöflunum bætt á pönnuna og blandað saman
við laukinn. Kryddað með salti og pipar. Mótað á pönnunni eins og stór pönnukaka. Látið
krauma í ca. 15 mínútur á hvorri hlið.
Borið fram heitt.
Til eru margar gerðir af “Rösti” í Sviss. T.d. er mjög gott að bæta ca. 150 gr. af niðursneiddu
beikoni saman við laukinn og bera síðan “Rösti” fram með spældu eggi ofan á og þá sem aðalrétt.
Guten Appitit!
Guðríður Hallmarsdóttir