Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 20
18
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Marteinn Karlsson:
“TÓK EKKI LOKIÐ AF BITABOXINU
ALLAN RÓÐURINN!”
Trilluútgerðin er Kans
lifíbrauð. Hann er búinn að
eignast 5 báta um ævina, þar af 4
báta síðan hann helgaði sig
alfarið trillurekstri í júní 1986.
Hann er óumdeilanlega einn af
þessum “kúnsterum” sem setja
svip sinn á bæjarlífið. Marteinn
Karlsson heitir maðurinn. Kona
Marteins er Aðalheiður
Guðmundsdóttir, ættuð norðan
úr Svarfaðardalnum. Þau eiga 3
uppkomin börn.
Sjómannadagsblað Snæfells-
bæjar hitti Martein að máli á
heimili þeirra hjóna í
Engihlíðinni á dögunum.
Uppruni og æskuár
“Ég er fæddur 10. júní 1936 að
Knerri í Breiðuvík. Foreldrar
mínir eru Karl Magnússon og
Guðrún Jónsdótdr og er ég eitt af
5 börnum þeirra. Ég ólst upp á
heimili foreldra minna til 16 ára
aldurs er ég fluttist til Ólafsvíkur.
Um skólagöngu mín er það að
segja að ég fór aldrei í barnaskóla.
Á þessum árum var kennt á
Arnarstapa en ég lærði allt heima
og tók fullnaðarpróf 13 ára eða
einu ári fyrr en venja var. Þar
lauk, því miður, mínu skólanámi.
Eftir það starfaði ég með
foreldrum við bústörf þar til ég
fluttist til Ólafsvíkur”.
Fyrsta sjóferðin
“Talandi um mína fyrstu
sjóferð, en í hana fór ég 7-8 ára
gamall á árabáti með föður
mínum og Haraldi Jónssyni í
Gröf í Breiðuvík en hann átti
bátinn. Við rerum frá Látri, sem
er fyrir neðan Hnausa í Breiðuvík.
Við fórum þarna út en mér var
fljótlega hent í land þar sem ég
var svo sjóveikur en þeir héldu
áfram að skaka. Beið ég eftir
þeim í fjörunni þar til þeir komu í
land með aflann”.
Sjávarháski
“Önnur sjóferð mín er mér
alltaf minnisstæð en þá hef ég
komist næst því að farast á sjó.
Það var tveimur árum seinna að
ég fer með Kristbirni
Guðlaugssyni í Eiríksbúð á Stapa
og föður mínum á eins og hálfs
tonna vélbáti. Við rérum vestur
fyrir Hellnanesið á móts við
Dagverðará. A heimleið gerðist
það, að allt í einu stóð báturinn
fastur á blindskeri. Það var
svolítill kaldi og hreyfing. Þegar
við komum upp á skerið sáum við
að skrúfan þeytti þara undan
bátnum. Leist okkur þarna ekkert
á blikuna. Þarna vorum við
pikkfastir og engin björgunarvesti
í bátnum. Eftir örstutta stund
kemur alda undir bátinn og fleytir
honum af skerinu. Vorum við
þeirri stundu fegnastir því það
hefði getað farið verr”.
Til Ólafsvíkur
“Um 16 ára aldur fer ég til
Ólafsvíkur og fæ þar vinnu hjá
Sigurði Jakop Magnússyni en
hann var þá verkstjóri í
hafnargerðinni en þá var verið að
byggja Norðurgarðinn. Dvaldi ég
hér hjá þeim hjónum Önnu
Þórðardóttur og Eyjólfi
Snæbjörnssyni en síðar hjá
Ingveldi systur minni og
Hermanni mági mínu eða þar til
ég hóf búskap sjálfur. Þetta var
fyrsta vera mín hér í Ólafsvík. Þá
um haustið 1952 réði ég mig á
“Orra”, 29 tonna bát sem
Víglundur Jónsson átti og áður
hét “Hafalda SH-79, en hann
hafði slitnað frá bryggju 30.
janúar 1954 og sökk utan við
hafnargarðinn. Einn maður var
um borð sem bjargaðist naumlega
um borð í Fróða. Skipstjóri á
“Orra” var Sigurður Kristjónsson.
Þar var einnig um borð
Guðmundur, bróðir hans. Báðir
áttu þeir eftir að verða miklir
aflamenn og aflakóngar yfir allt
iandið og eru enn að. Fjórði
maður var Steinn heitinn
Randversson, sem drukknaði
þegar “Bervíkin” fórst með allri
áhöfn. Ég ætlaði að vera
landmaður en var beðinn um að
skipta við mann sem var svo
sjóveikur. Það varð úr að ég fór á
sjóinn en hann í beitninguna.
Þetta var hörmungarhaust. Ég var
svo sjóveikur að ég hélt að ég
myndi sálast. Það tíðkaðist þá að
vera með skrínukost. Því sem ég
gat komið niður um kvöldið eftir
að í land var komið ældi ég
jafnharðan þegar út á sjó var
komið. Ég píndi mig alveg fram
að jólum, tók ekki lokið af
bitaboxinu allan róðurinn. Þegar