Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 89
sveppurinn geti borið aldin,* ** *** ****
þegar hann vex með döglingsvið,
eitthvað í líkingu við það, sem
Singer átti við, þegar hann vex
með skógarfuru.
Sveppafræðingarnir Grand
(1968), Linnemann (1971) og
Molina &Trappe (1982) hafa
sannað, að S. grevillei getur mynd-
að útræna svepprót með P.
menziesii í hreinrækt í tilraunastofu.
Árið 1938 talar M.C. Raynerum
myndun svepprótar í hreinrækt
með Pinus caribea og Pinus taeda.
Úr því S. grevillei getur vaxið
með Pinus sylvestris, skv. reynslu
Schwitzers og Singers, en á hins
vegar í erfiðleikum með að
mynda aldin sem fylgisveppur
skógarfuru, skv. reynslu Singers,
er hreint ekki óhugsandi, að
lerkisúlungurinn hafi verið í Nor-
egi löngu áður en tekið var að
gróðursetja þar lerki. Og það
gæti hafa hjálpað til, að sveppur-
inn fór svo fljótt að vaxa með
lerki, sem er honum betri félagi
en skógarfuran."
Fundinn með döglingsvið á
Hallormsstað
Sl. sumar (1998) var ég einu
sinni sem oftar að skoða hinn
ofurfagra teig af döglingsvið
(kvæmi Kamloops, Bresku Kól-
umbíu), sem gróðursettur var
1963 við Jökullæk í Hallorms-
staðaskógi. Rak mig þá í roga-
stans, er ég sá lerkisúlung í miðj-
um teignum. Svo langt er þarna
að næsta lerki, að hann hlaut að
vera þúinn að taka upp samþand
við döglingsviðinn. Því miður
hafði ég ekki sinnu á að taka
mynd af honum í haust, svo að
ég get ekki lagt fram mynd sem
sönnunargagn. Ég treysti því
þara, að góðfúsir lesendur trúi
mér!
Loks vil ég nefna atriði, sem
getur stuðlað að því, að lerkisúl-
ungur kýs sér döglingsvið að
félaga frekar en margar aðrar ætt-
kvíslir barrtrjáa:
Þröstur Eysteinsson sagði mér
nefnilega, hvað ég vissi ekki fyrir,
að döglingsviður væri skyldastur
lerki allra ættkvfsla barrtrjáa.
* Einn þekktasti sveppafræðingur á Norð-
urlöndum, höfundur sveppaflóru, sem
sonur hans, prófessor Morten, hefir endur-
útgefið og aukið.
** Kennari minn í skógræktarfræði á Ási.
*** Þetta er skrifað 1986.
**** Það eru aldin sveppanna, sem við
sjáum ofanjarðar og köllum „svepp". Hinn
eiginlegi líkami er í raun neðanjarðar og
lítt sýnilegir þræðir, kallaðir i'mu.
Micna
Endalaus ánægja
Kraftmesta vélin ... 76 hestöfl - bein
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
87