Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 10
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20208
danski skipstjórinn Carl Hartvig Ryder fyrir
því að gróðursett voru tré á Þingvöllum.
Hann naut ráðgjafar Carls V. Prytz
prófessors í skógrækt við danska Land-
búnaðarháskólann og Christians Flensborg
skógfræðings hjá jóska heiðafélaginu.
Einar Helgason garðyrkjufræðingur og
Christian Flensborg önnuðust útplöntunina
að mestu. Á árunum 1899 til 1906 gróður-
settu þeir mikið magn af kjarrfuru og
fjallafuru þar sem nú er Furulundur á
Þingvöllum. Þeir gróðursettu líka tegundir
eins og birki, reynivið, elri, hvítgreni,
rauðgreni, skógarfuru, blæösp, lindifuru,
síberíuþin, víðitegundir og fleira. Samskonar
tilraunir hófust á Grund í Eyjafirði og í
Fnjóskadal árið 1901 og við Rauðavatn
ofan við Reykjavík árið 1903. Gróðursettar
voru trjáplöntur sem fluttar voru inn frá
Danmörku og var þetta fjármagnað með
fjárframlögum sem C.H. Ryder og fleiri
öfluðu í Danmörku og víðar.
Feðgarnir á Skriðu í Hörgárdal, Þorlákur
Hallgrímsson og Jón og Bjarni Kjærnested,
synir Þorláks bónda, gerður tilraunir
til að ala upp björk og reyni um svipað
leyti og Bjarni gerði sínar tilraunir. Þetta
heppnaðist þokkalega og döfnuðu nokkur
tré ágætlega á Skriðu, í Fornhaga og Lóni
í Hörgárdal, í Laufási og á Akureyri.
Feðgunum tókst að sýna fram á að hægt
var að gróðursetja tré hér á landi og láta
þau vaxa og dafna.
Ræktunartilraunir
Trjáræktarstöðin á Akureyri var sett á
laggirnar árið 1899. Akureyrarbær gaf
land og girðingu og amtsráðið styrkti
starfsemina, enda var amtmaðurinn Páll
Briem aðal hvatamaðurinn ásamt Stefáni
Stefánssyni skólameistara. Gerðar voru
tilraunir með að sá trjáfræi frá stöðum þar
sem loftslag og aðstæður þóttu líkar því
sem tíðkaðist hér á landi. Þetta sama ár stóð
Íslenskt reynitré í Eyjólfsstaðaskógi, skógarreit Skógræktarfélags Austurlands. Mynd: Brynjólfur Jónsson