Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 58

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 58
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202056 þegar fram líða stundir og sums staðar eiga burknastóð eftir að verða áberandi. Ný búsvæði Með gróðursetningu sitkagrenis er ekki verið að „Alaskavæða“ Ísland eins og sumir hafa komist að orði. Þau vistkerfi sem verða til eru ný og nýstárleg. Þau eru ekki eins og önnur sem áður hafa verið til hérlendis eða annars staðar í heiminum. Þegar gróðursett er til skógar, hvort sem það er með sitka- greni, birki eða öðrum trjátegundum, verða breytingar á nærumhverfinu. Þær breytingar henta sumum lífverum vel en öðrum síður. Þær hafa einnig áhrif á aðra umhverfisþætti og félagslega og hagræna þætti landnotk- unar. Okkur getur fundist þær breytingar vera góðar eða slæmar eða hvort tveggja í senn. Þó ber að varast að hlaða allt of miklum mannlegum gildum á breytingarnar. Til dæmis er allt tal um rétt eða réttlæti í þeim efnum langsótt sem og vangaveltur um hvað „eigi heima“ og hvað ekki eða hvort eitthvað „falli að landslagi“, hvað sem það þýðir. Að lóa hafi á einhvern hátt öðlast „meiri rétt“ eða „eigi frekar heima“ á tilteknum stað en glókollur fyrir það að hafa verið þar áður eða lengur er algjörlega handahófskenndur og gildishlaðinn tilbún- ingur mannanna og síður en svo nokkurt náttúrulögmál. Vissulega þarf að huga að vernd íslensku lóunnar, en ekkert frekar en að vernd íslenska glókollsins eða íslenska sitkagrenisins. Náttúrulögmál eru ekki einu sinni lögmál. Þau eru bara ályktanir dregnar af endurteknum athugunum á gangi náttúr- unnar. Það er miklu frekar náttúrulögmál að vel aðlöguð tegund, t.d. sitkagreni, „eigi heima“ á tilteknum stað, t.d. Íslandi, en verr aðlöguð tegund sem hefur verið þar lengur, t.d. blæösp. Aðlögun tegundar að búsvæði hefur nefnilega ekkert að gera með lengd þess tíma sem hún hefur verið á staðnum. Aðlögun samanstendur af mælanlegum eiginleikum sem hafa að gera með vöxt, þrif og fjölgun. Það er alllangt og voru á staðnum áður en skógurinn kom. Þrátt fyrir allt eru þó allmargar skuggþolnar plöntur í flórunni, þar á meðal burknar. Útskygging fyrri gróðurs skapar pláss fyrir skuggþolnar plöntur en þær þurfa að vísu að berast í skóginn, oft um langar leiðir. Það er því ekki líklegt að þær komi allar strax og tækifæri gefst. Þær sem berast með fuglum koma fyrst, t.d. hrútaber, jarðarber og reyniviður (mynd 17). Skuggþolnar plöntur eru þó hægt og bítandi að nema land í ræktuðum skógum landsins eftir því sem þeir eldast. Ég hef fundið þrílaufung (mynd 18), þríhyrnuburkna og þúsundblaðarós í eldri sitkagreniskógum og þeim tilfellum á bara eftir að fjölga. Þroskaðir sitkagreniskógar verða búsvæði margra plöntutegunda 15. mynd. Kóngssveppur í Arnþórslundi, eina sitkagreni- lundinum í Vaglaskógi. Meiri von er til þess að finna kóngssvepp með greni en með birki. Mynd: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.