Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202024
var stuðnings hjá fyrirtækjum og stjórn-
völdum, en einnig náðist breið samstaða
við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu
ríkisins og Landbúnaðarráðuneytið. Þetta
verkefni náði til alls landsins og markaði
að vissu leyti tímamót. Fram að þessu hafði
skógrækt verið í frekar smáum stíl en þarna
var farið af stað með mun stærri áform en
áður. Gerðir voru fjölmargir samningar
um uppgræðslu lands sem var gróðursnautt
og það tókst að virkja fjölmarga aðila sem
tóku þátt í þessu verkefni. Augu almenn-
ings opnuðust fyrir því að það hægt er að
rækta skóg víðar á Íslandi en talið hafði
verið fram að þessu. Um líkt leyti var
aukinn kraftur settur í nytjaskógrækt á
bújörðum.
Vinaskógur
Í tengslum við verkefni Landgræðsluskóga
var stofnað til Vinaskógar í landi Kárastaða
á Þingvöllum árið 1990 en svæðið er um
25 ha að stærð. Markmið Vinaskógar er
Fnjóskadal á Norðurlandi fyrir valinu.
Fjórum árum seinna var birkitré í Fljótsdal
á Austurlandi útnefnt. Eftir það hefur tré
ársins verið valið á hverju ári. Margar
trjátegundir hafa orðið fyrir valinu á
þessum árum, t.d. garðahlynur í Reykjavík,
á Bíldudal, í Hveragerði og Borgarnesi,
álmur í Reykjavík og Vestmannaeyjum,
ilmreynir í Hvalfirði og í Öræfum,
evrópulerki í Dýrafirði, á Seyðisfirði og
í Borgarfirði, rússalerki á Akureyri og í
Kópavogi, strandavíðir í Arnkötludal,
sitkagreni í Húnavatnssýslu, gráösp í
Hafnarfirði og á Akureyri, lindifura á
Hallormsstað, hengibjörk á Akureyri,
fjallagullregn í Reykjanesbæ, skógarbeyki í
Hafnarfirði, vesturbæjarvíðir á Skógum og
rauðgreni í Reykjavík.
Landgræðsluskógar
Skógræktarfélag Íslands efndi til
stórátaksins Landgræðsluskógar árið 1990
í tilefni af sex tuga afmæli félagsins. Leitað
Fyrsta gróðursetning Landgræðsluskóga þann 10. maí 1990. Þarna stendur nú hinn myndarlegasti skógur. Mynd:
Brynjólfur Jónsson