Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 110
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020108
kaup á íbúð í húsi við Skúlaskeið, þar sem
þau bjuggu upp frá því. Þar horfðu þau
daglega á skrúðgarðinn Hellisgerði sem er
beint fyrir framan húsið. Hólmfríður vann
við afgreiðslustörf og var um tíma með
blómaverslun en eftir að Særún dóttir þeirra
fæddist haustið 1963 var hún heimavinnandi
um árabil. Hún passaði börn, sinnti þjónustu-
störfum, vann á kosningaskrifstofu Alþýðu-
flokksins og sitthvað fleira.
Hólmfríður var mjög trúuð og tók
virkan þátt í starfi Sálarrannsóknarfélags
Hafnarfjarðar og var í stjórn félagsins.
Hún sat marga miðilsfundi og aðstoðaði
Margréti frá Öxnafelli og Hafstein
Björnsson miðil. Hún sinnti einnig
sjálfboðaliðastarfi fyrir Rauða kross Íslands
og kom víða við.
Árið 1980 réðst Hólmfríður til starfa hjá
Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, sem þá var
undir forystu Ólafs Vilhjálmssonar. Hún
starfaði við hlið hans næstu árin og sótti
námskeið, m.a. í Garðyrkjuskóla ríkisins
í Ölfusi. Hún var kosin í stjórn félagsins
1983, tók við formennsku 1989 og var
fyrsta konan sem var formaður félagsins.
Félagsstarfið varð kraftmeira en það hafði
verið um langa hríð eftir að Hólmfríður
tók við formennskunni og fjölgaði félags-
mönnum jafnt og þétt. Hún gegndi
formennsku til 1998 þegar hún varð fyrsti
framkvæmdarstjóri félagsins í fullu starfi.
Þeirri stöðu gegndi hún til 2013 þegar hún
lét formlega af störfum, orðin 82 ára.
Hólmfríður var farsæll formaður
og framkvæmdastjóri. Félagsmönnum
fjölgaði fyrir hennar tilstuðlan og átti
hún gott samstarf við bæjaryfirvöld, sem
studdu við starfsemi félagsins í hvívetna.
Hólmfríður og Reynir voru í fararbroddi
þeirra sem tóku að sér landnemareiti þegar
því fyrirkomulagi var komið á árið 1980.
Hún hélt góðu sambandi við alla þá sem
tóku land í fóstur og var lagin við að laða
fólk að starfi félagsins. Hún hafði einstak-
lega gott lag á unga fólkinu í vinnuskóla
bæjarins sem kom til starfa á svæðum
félagsins á sumrin og einnig vinnuhópum
á vegum Landsvirkjunar. Hún lagði ríka
áherslu á samviskusemi, góð vinnubrögð
og vinnusemi, í bland við leik og gleði.
Hún kenndi mörgum unglingnum að sinna
ræktunarstarfinu af alúð og heilindum.
Skógræktarfélagið eignaðist fyrsta
almennilega húsið árið 1986, sem var
afmælisgjöf frá bænum til félagsins. Reynir
og Hólmfríður áttu drjúgan þátt í að
bæta aðstöðuna á starfssvæði félagsins í
Höfðaskógi á margvíslegan hátt. Hann sinnti
allskonar smíðavinnu, útbjó ræktunarkassa,
hjálpaði til við að reisa köld gróðurhús,
smíðaði fuglahús, annaðist hverskonar
viðhald og sitthvað fleira. Seinna komu fleiri
handlagnir félagar að þessum verkum og
gróðurhúsunum fjölgaði hægt en örugglega.
Gróðrarstöðin Þöll, dótturfélag
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, er afrakstur
starfsins sem Hólmfríður leiddi. Trjásýni-
reiturinn skammt frá húsinu Höfða er eitt
af því sem hægt er að þakka henni fyrir.
Rósagarðurinn er annar merkilegur reitur
í suðurhlíð Húshöfða þar sem fjölmargar
rósategundir og yrki dafna og vaxa. Það er
samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkju-
félags Íslands og Skógræktarfélagsins. Þessu
til viðbótar má nefna nokkra minningar-
lundi til heiðurs gengnum frumkvöðlum
skógræktarstarfs í Hafnarfirði, Værðar-
stíginn og Værðarlund og minningarlund
Hjálmars Bárðarsonar og konu hans
Else Sörensen Bárðarson. Vinalundur er
afrakstur farsæls samstarfs Hafnfirðinga og
íbúa Cuxhaven í Þýskalandi, sem er vinabær
Hafnarfjarðar. Hólmfríður var í miklum
metum hjá þessum vinum Hafnarfjarðar
sem koma árlega í heimsókn í skóginn á
aðventunni.
Hólmfríður laðaði ekki síður að sér
fugla en fólk. Hún gaf fuglunum mat, hvort
sem það voru hrafnar eða aðrir fuglar og
margir flækingsfuglar hafa átt griðastað
í skóginum. Hún gætti þess að allir sem
komu í starfsstöðina í Höfðaskógi fengju
kaffi og meðlæti. Skógar- og útivistardagur