Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 110

Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 110
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020108 kaup á íbúð í húsi við Skúlaskeið, þar sem þau bjuggu upp frá því. Þar horfðu þau daglega á skrúðgarðinn Hellisgerði sem er beint fyrir framan húsið. Hólmfríður vann við afgreiðslustörf og var um tíma með blómaverslun en eftir að Særún dóttir þeirra fæddist haustið 1963 var hún heimavinnandi um árabil. Hún passaði börn, sinnti þjónustu- störfum, vann á kosningaskrifstofu Alþýðu- flokksins og sitthvað fleira. Hólmfríður var mjög trúuð og tók virkan þátt í starfi Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðar og var í stjórn félagsins. Hún sat marga miðilsfundi og aðstoðaði Margréti frá Öxnafelli og Hafstein Björnsson miðil. Hún sinnti einnig sjálfboðaliðastarfi fyrir Rauða kross Íslands og kom víða við. Árið 1980 réðst Hólmfríður til starfa hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, sem þá var undir forystu Ólafs Vilhjálmssonar. Hún starfaði við hlið hans næstu árin og sótti námskeið, m.a. í Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Hún var kosin í stjórn félagsins 1983, tók við formennsku 1989 og var fyrsta konan sem var formaður félagsins. Félagsstarfið varð kraftmeira en það hafði verið um langa hríð eftir að Hólmfríður tók við formennskunni og fjölgaði félags- mönnum jafnt og þétt. Hún gegndi formennsku til 1998 þegar hún varð fyrsti framkvæmdarstjóri félagsins í fullu starfi. Þeirri stöðu gegndi hún til 2013 þegar hún lét formlega af störfum, orðin 82 ára. Hólmfríður var farsæll formaður og framkvæmdastjóri. Félagsmönnum fjölgaði fyrir hennar tilstuðlan og átti hún gott samstarf við bæjaryfirvöld, sem studdu við starfsemi félagsins í hvívetna. Hólmfríður og Reynir voru í fararbroddi þeirra sem tóku að sér landnemareiti þegar því fyrirkomulagi var komið á árið 1980. Hún hélt góðu sambandi við alla þá sem tóku land í fóstur og var lagin við að laða fólk að starfi félagsins. Hún hafði einstak- lega gott lag á unga fólkinu í vinnuskóla bæjarins sem kom til starfa á svæðum félagsins á sumrin og einnig vinnuhópum á vegum Landsvirkjunar. Hún lagði ríka áherslu á samviskusemi, góð vinnubrögð og vinnusemi, í bland við leik og gleði. Hún kenndi mörgum unglingnum að sinna ræktunarstarfinu af alúð og heilindum. Skógræktarfélagið eignaðist fyrsta almennilega húsið árið 1986, sem var afmælisgjöf frá bænum til félagsins. Reynir og Hólmfríður áttu drjúgan þátt í að bæta aðstöðuna á starfssvæði félagsins í Höfðaskógi á margvíslegan hátt. Hann sinnti allskonar smíðavinnu, útbjó ræktunarkassa, hjálpaði til við að reisa köld gróðurhús, smíðaði fuglahús, annaðist hverskonar viðhald og sitthvað fleira. Seinna komu fleiri handlagnir félagar að þessum verkum og gróðurhúsunum fjölgaði hægt en örugglega. Gróðrarstöðin Þöll, dótturfélag Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, er afrakstur starfsins sem Hólmfríður leiddi. Trjásýni- reiturinn skammt frá húsinu Höfða er eitt af því sem hægt er að þakka henni fyrir. Rósagarðurinn er annar merkilegur reitur í suðurhlíð Húshöfða þar sem fjölmargar rósategundir og yrki dafna og vaxa. Það er samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkju- félags Íslands og Skógræktarfélagsins. Þessu til viðbótar má nefna nokkra minningar- lundi til heiðurs gengnum frumkvöðlum skógræktarstarfs í Hafnarfirði, Værðar- stíginn og Værðarlund og minningarlund Hjálmars Bárðarsonar og konu hans Else Sörensen Bárðarson. Vinalundur er afrakstur farsæls samstarfs Hafnfirðinga og íbúa Cuxhaven í Þýskalandi, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Hólmfríður var í miklum metum hjá þessum vinum Hafnarfjarðar sem koma árlega í heimsókn í skóginn á aðventunni. Hólmfríður laðaði ekki síður að sér fugla en fólk. Hún gaf fuglunum mat, hvort sem það voru hrafnar eða aðrir fuglar og margir flækingsfuglar hafa átt griðastað í skóginum. Hún gætti þess að allir sem komu í starfsstöðina í Höfðaskógi fengju kaffi og meðlæti. Skógar- og útivistardagur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.