Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202020
innar í Svartárdal, en í ársbyrjun 2009 var
gerður samningur við Skógræktarfélag
Austur-Húnvetninga um að félagið tæki
að sér umsjón með jörðinni. Sjóðurinn
á jafnframt jörðina Saura í Miðfirði og
hefur Skógræktarfélag Vestur-Húnvetninga
haft umsjón með þeirri jörð. Það félag var
stofnað árið 1974 og hefur sinnt þessu
starfi af alúð eins og Skógræktarfélag
Austur-Húnvetninga. Þarna sýna héraðs-
félögin styrk sinn.
Frægarður í Noregi
Jónas Jónasson búnaðarmálastjóri tók við
formennsku í Skógræktarfélagi Íslands árið
1972. Hann var frá Ystafelli í Köldukinn,
en á þeim stað var einn elsti birkiskógur
landsins og merkilegur nýskógur. Jónas
var kjörinn í stjórn Skógræktarfélagsins
1969 og tók við formennsku þremur árum
seinna. Jónas tók þátt í starfi landgræðslu-
áætlunarnefndar sem skilaði af sér
Landgræðsluáætlun sem samþykkt var á
hátíðarfundi Alþingis á Lögbergi 1974.
Haldin var vegleg hátíð á Þingvöllum
þetta sumar til að minnast þess að 1100
ár voru liðin frá því að landið var numið.
Hátíðin fór vel fram og það var við hæfi að
Håkon Mathiesen, formaður Det norske
Skogselskap, afhenti Jónasi svohljóðandi
gjafabréf á þessum stað og þessari stund,
slóðum og áminning um mikilvægi þess að
finna hentugar tegundir sem gætu þrifist
við slíkar aðstæður. Farið var að gera
tilraunir með alaskaösp og sitkagrenifræ
frá svæðum sem voru suðlægari í Alaska
en fyrri tegundir. Það sýndi sig að þessar
tegundir áttu betur við hér á landi og
skilaði tilraunin góðum árangri.
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu
Skógræktarfélag Bolungarvíkur var stofnað
árið 1963, en síðan varð nokkur dráttur á
að fleiri ný skógræktarfélög tækju til starfa.
Skógræktarfélag Kópavogs var stofnað
árið 1969 og ári seinna tók Skógræktar-
félag Ólafsvíkur til starfa. Árið 1971
var Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu
stofnaður, samkvæmt erfðaskrá bræðranna
Einars Björnssonar kaupmanns, Friðriks
Björnssonar læknis og Guðmundar M.
Björnssonar læknis. Bræðurnir voru frá
Múla í Miðfirði og þar sem þeir voru allir
einhleypir ánöfnuðu þeir heimahéraði
sínu öllum eigum sínum til eflingar
skógræktar. Skömmu eftir að sjóðurinn
var stofnaður var jörðin Fjósar í Svartárdal
keypt og skógrækt hafin á landinu.
Samkvæmt erfðarskránni var ákveðið
að stjórn Skógræktarfélags Íslands færi
með stjórn sjóðsins. Lengi vel sá sérstök
framkvæmdanefnd um rekstur jarðar-
Elínarlundur í Aldamótaskóginum á Steinsstöðum. Önnur myndin sýnir gróðursetningu í lundinum árið 2006, en sú
seinni sama svæði þrettán árum síðar, árið 2019. Eins og sjá má hafa trén vaxið vel, auk þess sem annar gróður er
mun vöxtulegri. Myndir: Ragnhildur Freysteinsdóttir