Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 33
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 31
var Jónatan Garðarsson kosinn formaður
félagsins.
Líf í lundi
Sumarið 2018, nánar tiltekið 23. júní, var
viðburðurinn Líf í lundi haldinn í fyrsta
sinn um land allt. Af þessu tilefni var efnt
til fullveldisgróðursetningar í Sandahlíð, í
ræktunarreit Skógræktarfélags Garðabæjar.
Útivistar- og fjölskyldudagurinn Líf í lundi
var með þeim hætti að almenningi var
boðið að taka þátt í viðburðum í skógum
landsins og tóku margir þessari áskorun.
Boðið var upp á gönguferðir, fræðslu um
trjágróður og staðhætti, allskonar skógar-
leiki, skemmtiatriði og góða samveru.
Skógræktarfélög stóðu að deginum í
félagi við Skógræktina, Landssamtök
skógareigenda og önnur félagasamtök og
stofnanir. Dagurinn heppnaðist vel og var
samskonar viðburður árið eftir. Ráðgert er
að Líf í lundi verði fastur liður í starfsemi
skógræktarfélaganna næstu árin.
var stofnað sameignarfélag um rekstur,
umsýslu og eignarrétt jarðarinnar.
Gróðursetning í anda Vigdísar
Árið 2015 voru liðin 35 ár frá því
að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin
forseti Íslands, en hún var fyrst kvenna
þjóðkjörin forseti í heiminum. Af þessu
tilefni ákváðu á fjórða tug félagasamtaka
og stofnana að efna til hátíðardagskrár í
júní. Skógræktarfélög og sveitarfélög um
land allt, með stuðningi Skógræktarfélags
Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins,
Yrkjusjóðs og Landgræðslusjóðs, stóðu í
sameiningu að gróðursetningu víðsvegar
um landið. Voru þrjú tré gróðursett á
hverjum stað, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir
drengi og eitt fyrir komandi kynslóðir.
Þetta var í anda Vigdísar sem hafði þann
sið að gróðursetja þrjú tré á hverjum stað
þegar hún var forseti og heimsótti íbúa
bæjar- og sveitarfélaga landsins. Árið 2017
Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, ávarpar gesti við opnun Laugalandsskógar sem Opins
skógar árið 2012. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir