Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202086
og Ítalíu og aka til München, en þaðan var
flogið heim. Ítalía kvaddi hópinn með sama
hætti og hún tók á móti honum – með
rigningu – en annars var hópurinn mjög
heppinn með veður alla ferðina.
Lokaorð
Skógræktarfélag Íslands hefur skipulagt
þó nokkrar ferðir til hinna ýmsu hluta
Alpanna, enda geta leynst þar í skógar-
mörkum trjátegundir sem pluma sig vel hér
á landi. Árið 2018 var búið að ákveða að
stefna á ítalska hlutann, til Suður-Tíról. Þá
um haustið lék svo lánið við Skógræktar-
félagið þegar Maria Cantiani hafði
samband til að forvitnast hvort einn
nemenda hennar, sem var að gera verkefni
á Íslandi, mætti kíkja í heimsókn. Því var
að sjálfsögðu vel tekið og bauðst Maria,
án þess að vita að stefnan væri nú þegar
ákvörðuð á hennar slóðir, til að vera
félaginu innan handar ef það hefði áhuga
á skógum S-Tíról! Því góða boði var að
sjálfsögðu tekið og var hún félaginu innan
handar við skipulagningu ferðarinnar, í
góðu samráði við Maurizio.
Ferðin var í alla staði vel heppnuð – veður
gott utan smá rigningar á leið til og frá
flugvelli í München í upphafi og lok ferðar –
og margt fróðlegt og áhugavert að sjá, bæði
hvað varðar skóga og menningu svæðisins. Í
ljósi stöðu á svæðinu þegar þetta er skrifað
(í mars 2020), er líka eins gott að ferð á
þessar slóðir var ekki fyrirhuguð í ár!
Höfundur: RAGNHILDUR
FREYSTEINSDÓTTIR
35 tegundum, og fengu ferðalangarnir að
smakka á fjórum tegundum.
Frá Neustift var haldið aftur til Brixen,
náð í restina af hópnum og haldið til Plose
– bæjarfjalls Brixen – en upp á það var farið
með kláf. Fjallið er vinsælt til útivistar og
eru þar góðar gönguleiðir, þótt ekki væri
reyndar hægt að komast þær allar vegna
viðgerða sem stóðu yfir á þeim. Uppi á
fjallinu var hópnum gefinn frjáls tími. Nýttu
sumir sér gott veitingahús sem er þar uppi til
að njóta matar og fjallalofts, hluti hópsins
hélt til skógar að athuga með fræ á trjánum
og aðrir nýttu sér gönguleiðirnar. Sérstaka
athygli vakti svokölluð WoodyWalk
gönguleið, sem sniðin er að börnum, en
meðfram henni má finna ýmis leiktæki úr tré
fyrir krakkana (og unga í anda!).
Miðvikudagur 2. október.
Nú var komið að heimferð og ekkert á
dagskrá dagsins annað en að kveðja Brixen
Falleg fjalla- og skógarsýn frá Plose fjallinu. Mynd: RF
Krakkar á göngu á WoodyWalk gönguleiðinni. Þarna
var búið að byggja upp „slöngu“ (með slönguhaus og
hala) meðfram hefðbundnu gönguleiðinni og fannst yngri
kynslóðinni (og sumum þeirra eldri) mun skemmtilegra
að ganga þá leið. Mynd: RF