Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202078
Deginum lauk svo með sameiginlegum
kvöldverði á hótelinu.
Föstudagur 27. september
Þennan dag var haldið til fjalla og
skoðaðir skógar og sel. Byrjað var á aka
til Paneveggio náttúrugarðsins, þar sem
skógarvörðurinn Paolo Kovacs tók á
móti hópnum og sagði frá svæðinu og
verkefnum skógarvarða, sem eru ekki
bara að huga að trjám, heldur sinna
þeir líka umsjón með innviðum (vegum,
brúm, byggingum). Vaia-stormurinn
kom auðvitað mikið við sögu, enda áhrif
hans mikil. Sem dæmi þá sagði Paolo að
venjulega væru hoggnir um 11.000 m3 á ári
úr skógunum, en í Vaia-storminum hefðu
fallið 190.000 m3 á einum sólarhring.
Þeirra biður því mikið hreinsunarstarf í
skóginum.
Eitt af því sem skógurinn þarna er
þekktur fyrir er framleiðsla viðar til
hljóðfæragerðar, en Stradivarius sótti
einmitt efnivið í hinar frægu fiðlur sínar
þangað. Sýndi Paolo okkur viðarstæður
sem ætlaðar voru til mögulegrar
hljóðfæragerðar – merktar með „R“ fyrir
„Risonanza“ eða hljómun – og snið fyrir
hin ýmsu hljóðfæri. Þótt þetta sé ekki
stór hluti viðarnytja (um 1% alls timburs
er notað til hljóðfæragerðar) er þetta
verðmætur hluti afurða skógarins.
Horft yfir Trento frá Monte Bodone fjallinu. Náttúrufræðisafnið er við stóra græna svæðið hinu megin árinnar (fyrir
miðju myndar) og vinstra megin við það tekur svo gamli miðbærinn við. Mynd: RF
Freskur í „Arnarturninum“ (Torre Aquila) í Buoncon-
siglio-kastalanum, sem sýna mánuði ársins. Mynd: RF
Trento er höfuðborg sjálfsstjórnar-
héraðsins S-Tíról (Trentino upp á ítölsku)
og með fjölmennari borgum Alpafjallanna,
með tæplega 120.000 íbúa. Borgin á sér
langa sögu, en rætur hennar liggja aftur
til 4. aldar f.Kr, enda liggur hún á leið
þeirra sem fara um Brenner-skarðið yfir
Alpana. Fyrir vikið hafa ýmsir þjóðflokkar
og þjóðir lagt borgina undir sig í gegnum
aldirnar, til lengri eða skemmri tíma. Hún
heyrði lengi vel undir hina austurrísku
Habsborgara, en varð hluti Ítalíu eftir
fyrri heimsstyrjöldina. Trento er miðstöð
menntunar (með mjög góðan háskóla),
vísinda og efnahags í N-Ítalíu, en S-Tíról
er eitt best stæða svæði Ítalíu og skilar það
sér m.a. í því að Trento þykir bjóða upp á
ein bestu lífskjör ítalskra borga.