Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 52

Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202050 Maríuerlan er ekki heldur sérstak- lega tengd skógum. Hún velur gjarnan mannabústaði til varps, ekki síst sillur í hlöðum og öðrum útihúsum til sveita, þótt hún finnist einnig víðar. Ég smíðaði varpkassa handa maríuerlu og festi við garðskúrinn minn. Eftir nokkurra ára bið uppgötvaði maríuerlupar kassann og settist þar að til varps. Þau komu ár eftir ár í kassann þar til að þau ákváðu eitt vorið að gera hreiður sitt í sitkagrenitré við hlið garðskúrsins. Aðrir fuglaáhugamenn staðfesta að þeir hafi einnig séð maríuerlur hreiðra um sig í sitkagrenitrjám.8 Svo virðist sem sitkagreni veiti nægilegt skjól til hreiðurgerðar að dómi maríuerlu. Þar með er komið nýtt búsvæði handa henni í landslagið og hver veit nema að aukin útbreiðsla sitkagrenis leiði til fjölgunar maríuerlu (mynd 10). skjóls bæði fyrir veðri og afræningjum (mynd 6).1 Músarrindlar gera líka hreiður sín í grenitrjám en þau eru vel falin og því er erfitt að finna þau. Músarrindlar sjást oft í ætisleit í grenitrjám að vetrarlagi, leitandi að sitkalúsum á nálum og ýmsum kvikindum í felum undir barkarflögum. Auðnutittlingar tína fræ úr grenikönglum (mynd 7).1 Sitkagrenið er því ekki einungis heimili heldur einnig forðabúr. Rjúpan er skógarfugl a.m.k. hluta úr ári og lifir að miklu leyti á brumum birkis og fjalldrapa að vetrarlagi. Í ljós hefur komið að hún er ekki heldur góður taxónóm og hefur ekkert á móti því að nærast á brumum lerkis og grenis og sitja í grenitrjám þegar svo ber undir (myndir 8 og 9). Þá eru hrossagaukar og þúfutitt- lingar algengir í greniskógum þótt þeir séu ekki sérstaklega tengdir þeim. 9. mynd. Rjúpa í grenitré að vori. Mynd: Örn Óskarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.