Skógræktarritið - 15.05.2020, Blaðsíða 70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202068
Á Hellisheiði eystri, 20-30 km frá þorpinu
á Vopnafirði, hafa fundist einstaka stórir
og flottir steingervingar úr risatrjám sem
uxu þar fyrir mörgum milljónum ára. Fyrir
nokkrum árum fundust stórir birkidrumbar
við skurðgröft í mýrlendi tilheyrandi Engihlíð
í Hofsársdal. Vísbendingar eru um að skógur
hafi vaxið í Vopnafirði en horfið síðan af
margvíslegum ástæðum. Í Vopnfirðingasögu
og Þorsteins sögu Stangarhöggs er skógi
vaxinn Hofsárdalur sögusviðið.
Ef við lítum um hundrað ár aftur í
tímann var lítið af trjám í Vopnafirði.
Myndir frá þeim tíma sýna víðáttu, grasi
vaxið land, stórskorna náttúru, hér og þar
sést sauðfé á beit.
Um aldamótin 1900 voru í þorpinu, á
Kolbeinstanga, sem er staðsett á sjávar-
bakka, hvorki tré né runnar sjáanlegir. Í
sveitinni voru örfáir afgirtir garðar þar
sem reyniviður og birki fékk að vaxa í friði
ásamt rifsberjarunnum, skrautrunnum
og blómum. Þetta óx hægt og bítandi,
háð veðurfari sem hefur breyst mikið
á undanförnum 100 árum. Í þá tíð var
Konur og skógrækt á Vopnafirði
veturinn oft langur, snjóþungur og með
löngum frostköflum, sumrin stutt ef vorið
kom seint eða haustið snemma.
Vopnafjörður var einangrað sjávarþorp
og breytingar í umhverfinu gerðust hægt.
Vopnafjörður var líka aðal verslunarstaður
fyrir stóran hluta af sveitinni á Norðaustur-
landi og einnig heiðabændur sem fóru um
langan veg til að selja afurðir sínar og versla.
Á Vopnafirði, eins og víðar, var það
hlutverk kvenna að sjá um heimilið og
flest annað heima við. Þær konur sem gátu
brugðið sér af bæ eða jafnvel farið til útlanda
höfðu tækifæri til að sjá garða með eigin
augum; garða með trjám, runnum og skraut-
blómum. Sumar af þessum konum tóku af
skarið. Þær tóku með sér heim fræ, græðlinga
eða afleggjara og hófu ræktun heima hjá sér.
Nokkur dæmi eru á Vopnafirði um gamla
garða með trjám og runnum sem eru yfir
100 ára. Garðurinn í Ytri-Hlíð er meðal elstu
garða í Vopnafirði (1. mynd) og rúmlega
aldargamall. Á Bustarfelli var um svipað leyti
einnig gróðursett í garð í afgirtum túnbletti
innan við gamla bæinn.
1. mynd. Úr garðinum í Ytri-Hlíð. Mynd: Emil Sigurjónsson