Skógræktarritið - 15.05.2020, Blaðsíða 68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202066
einhver óánægja sem ég verð að finna út
hver er.
4. Er nóg af fóðri í búinu, hunang og
frjókorn - ef ekki þá þarf að gefa þessum
elskum smá ábót.
5. Eru þær pirraðar eða argar - ef já, þá
þarf að finna út hvers vegna.
6. Síðan hlusta ég eftir suðinu og huga að
lyktinni, það er ótrúlegt hvað maður er
fljótur að tengja lykt og hljóð í flugunum
við það sem er í gangi í búunum.
Á veturna er ég eins lítið í kringum búin
mín og ég kemst upp með þar sem allur
umgangur getur valdið óþarfa stressi.
Býflugur eru engin gæludýr, ef þeim líka
ekki aðstæður þá stinga þær af og reyna að
finna sér betri stað til að búa á.
Í raun eru býflugur í mjög slæmum
málum, þær eru mjög viðkvæmar fyrir
öllum eiturefnum og mengun. Það eru
komnir upp sjúkdómar og óværur sem
flugurnar ráða ekki við og nú er svo komið
að það eru örfá svæði í heiminum þar sem
til eru ósýktar flugur.
Býflugur eru alveg dásamlegar. Það
eru margir Íslendingar sem eru mjög
áhugasamir þegar ég segist vera með
býflugur en líka margir sem hrylla. Erlendis
þegar ég segist vera með býflugur á Íslandi
þá er ég oftast spurð hvernig skóg ég er
með fyrir þær enda eru þetta skógardýr.
Höfundur: AGNES GEIRDAL
1. Eru egg, lirfur eða ungviði - ef ekki þá er
eitthvað að og drottningin væntanlega
látin, löt eða komin í verkfall.
2. Finna drottninguna - ef hún finnst ekki
þá er það í lagi ef það eru nýorpin egg,
hún er þá væntanlega á staðnum þó að
ég sjái hana ekki.
3. Eru drottningarhólf (drottningarhólfin
eru stærstu hólfin, einskonar svíta og þar
rækta flugurnar nýjar drottningar) - Já
og ef að það eru komin egg í hólfin þá
er búið kannski í svermhugleiðingum
(helmingurinn af flugunum ætlar að
stinga af og hefja nýtt líf á öðrum stað),
drottningin látin, vegna plássleysis eða
Vorið.