Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 106

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 106
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020104 minningasíðunni verður mynd af hinum látna og allar þær minningargreinar sem skrifaðar voru um viðkomandi. Í dag er erfitt að finna gamlar minningargreinar en þarna verða þær varðveittar á aðgengilegan hátt. Tvenns konar skilaboðamöguleikar verða á minningasíðunni. Annars vegar verður hægt að skrifa skilaboð sem birtast á minningasíðunni og allir sem hana heimsækja sjá og hins vegar verður hægt að skrifa skilaboð sem eingöngu sá sem þau ritar hefur aðgang að. Nauðsynlegt verður að skrá sig inn í kerfið til þess að geta skrifað opinber eða persónuleg skilaboð til þess að losna við amafærslur. Persónulegu skilaboðin eru hugsuð sem vettvangur fyrir nánustu aðstandendur til að fá útrás fyrir sorgartjáningu sína þegar ástvinur er fallinn frá. Þetta er í raun dagbók þar sem fólk getur skrifað niður minningar, líðan sína, tjáð saknaðarorð og fengið útrás fyrir öllum þeim skala tilfinninga sem hellast yfir okkur við missi og enginn annar hefur aðgang að. Í raun er hægt að hugsa þetta þannig að við séum að skrifa skilaboð til hins látna. Opinberu skilaboðin eru til þess að veita samstöðu í sorginni og til þess að halda minningu hins látna á lofti. Gamlir skóla- félagar, vinnufélagar, kunningjar, vinir og fjölskylda geta þannig skrifað skilaboð til að minnast hins látna við ólík tækifæri, hvort sem er á útskriftardögum, afmælisdegi hins látna eða ef hinn látni hefur heimsótt einhvern í draumi. Þegar fráfall hefur orðið finnst fólki oft að minning hins látna gleymist að einhverjum tíma liðnum en við viljum gefa fólki vettvang til að halda minningunni lifandi og gefa aðstandendum fullvissu um að minning hins látna lifi hjá mörgum þó að tíminn líði. Persónulegur gagnagrunnur – áður en ég fer Minningasíðan, bálstofan og minninga- garðarnir eru allt atriði sem varða aðstandendur, sorgarúrvinnslu og það sem tekur við eftir andlát. Þar sem að valfrelsi er eitt af grunngildum Trés lífsins töldum við mikilvægt að boðið yrði upp á öruggan stað til þess að skrá niður hinstu óskir fólks áður en að andláti kemur til þess að tryggja að vilji þeirra yrði virtur. Þannig hófst þróun persónulega gagnagrunnsins okkar. Persónulegi gagnagrunnurinn er þitt heimasvæði hjá Tré lífsins sem þú skráir þig inn, greiðir fyrir aðgang og notar svo til þess að halda utan um atriði sem skipta þig máli úr lífsgöngu þinni. Þetta svæði er eins og netbankinn þinn, það hefur enginn aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem þú skráir inn nema þú, þangað til eftir andlát þitt þegar nánustu aðstandendum eru afhent gögnin. Í persónulega gagnagrunninn getur þú skráð niður söguna þína með þínum eigin orðum svo nánustu aðstandendur eigi hana eftir að þú ert fallin/n frá. Sögur og minningabrot frá æskuárum þínum, sögur af hvernig þú kynntist ástinni þinni, frá dýrmætum vinskap, af ferðalögum, frá áskorunum í lífinu, sorgum og sigrum er ómetanlegt að eiga og varðveita fyrir afkomendur þína. Með þessum hætti getum við í raun haldið utan um menningararf þjóðarinnar og fundið til enn sterkari tengingar við forfeður okkar og mæður sem fallin eru frá. Þú velur þá aðstandendur sem eiga að fá gögnin afhent að þér látinni/látnum en Tré lífsins mun ekki afhenda nein gögn fyrr en eftir andlát þitt og eingöngu þeim aðstand- endum sem þú hefur skráð í persónulega gagnagrunninn þinn. Öryggi og gagnavernd eru okkur mjög mikilvæg og verða tryggð til hins ítrasta. Oft standa aðstandendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku þegar andlát ber að garði, svo sem varðandi skipulag útfarar, hvort hinn látni vildi jarðsetningu eða bálför, gróðursetningu eða dreifingu á ösku, en með því að hinn látni hafi skráð sinn hinsta vilja í persónulega gagnagrunninn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.