Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 115
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 113
ekki góð meðhöndlun á hinni fögru ilmbjörk
ásamt með stöku loðvíðitrjám, reyniviði og
gulvíði.“
Orri lauk gagnfræðaprófi frá Eiðaskóla
og við tók nám í húsasmíði við Iðnskólann
í Reykjavík. Hann starfaði við iðngrein
sína um skamma hríð í Danmörku en árið
1965 lauk Orri meistaraprófi í húsasmíði
frá Meistaraskólanum í Reykjavík. Þetta
sama ár urðu líka straumhvörf í einkalífi
Orra þegar hann tók saman við Valgerði
Valdimarsdóttur, frá Hreiðri í Holtum
Fyrir hönd Skógræktarfélags Austurlands
vil ég minnast skógræktarmannsins og
trésmiðsins Einars Orra Hrafnkelssonar
sem lést á liðnu hausti. Orri fæddist á
Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð þann 2.
mars árið 1939. Foreldrar hans voru þau
Lára Stefánsdóttir frá Háreksstöðum í
Jökuldalsheiði og Hrafnkell Elíasson frá
Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Orri var þriðji
í röð sextán barna þeirra hjóna, þessum
þekkta og fjölmenna systkinahópi frá
Hallgeirsstöðum, sem á síðari árum hefur í
tvígang ratað á síður blaðanna fyrir að ná
samtals þúsund ára aldri.
Í viðtali við Morgunblaðið árið 1999
segir Orri að hans fyrsta minning um skóg
sé þegar hann var þriggja ára gamall. Þá
fengu þeir eldri bræðurnir að fara inn í
Tunguás, sem var skógi vaxinn ás í eins
kílómetra fjarlægð inn frá bænum, með
Ólafi Björnssyni vinnumanni. Erindið var að
höggva í eldinn, en skógarítök voru nokkur
hlunnindi á Hallgeirsstöðum alla tíð. Orri
rifjar það upp að skógræktarmenn hafi á
þessum tíma og langt fram á 20. öldina
verið útlendingar í eigin föðurlandi eða „...
einangraðir sértrúarsöfnuðir sem gert var
góðlátlegt grín að“. Á uppvaxtarárum Orra
var skógurinn nytjaður til beitar sauðfjár á
vetrum, stöku sinnum rifinn hrís í kýrnar
á vorin og öllum búsmala beitt í hann á
sumrin. Berjatínsla var svo síðsumars, viður
hogginn í eldinn og húsrefti á haustin. Svo
segir Orri: „Eftir því sem ég óx úr grasi
vaknaði maður til skilnings á að þetta væri
minning
Orri Hrafnkelsson
2. mars 1939 – 26. september 2019