Skógræktarritið - 15.05.2020, Blaðsíða 72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202070
tveggja hektara afgirt svæði og hóf þar
ræktun með aðstoð skólabarnanna.
Plönturnar ræktaði hún sjálf heima í
garðinum í Ytri-Hlíð eða fékk þær frá
þáverandi skógræktarstjóra, Sigurði
Blöndal á Hallormsstað, en hann var mikill
vinur og aðdáandi Oddnýjar.6,7
Ræktunarstarfið í lundinum við
Torfastaðaskóla gekk brösuglega fyrstu
árin. Landið var nálægt sjó, blautt og
kalt flatlendi í Vesturárdal og mikið var
um plöntudauða og frostskemmdir fyrstu
árin og erfitt reyndist að halda fénu frá
reitnum.4 Skólabörn frá Torfastaða-
skóla, sem hún fékk til að gróðursetja,
höfðu mismikinn skilning og áhuga fyrir
verkefninu en Oddný gafst ekki upp, trén
ekki heldur. Ár eftir ár var gróðursett í
Torfastaðalundinn og smám saman, eftir
því sem árin liðu, dafnaði skógarlund-
urinn með fjölbreyttum trjátegundum,
rjóðrum og stígum. Skógarreitinn hafði
Oddný í huga sínum hannað og skipulagt
sem kennslureit fyrir börn og fullorðna,
og skjólsælt útivistarsvæði fyrir aðra.
Lundurinn var seinna nefndur henni til
heiðurs – Oddnýjarlundur (4. mynd).
Oddný tók á móti fjölda gesta,
skógræktarfélögum og ræktunarfólki sem
kom alls staðar að til að skoða garðinn í
Ytri-Hlíð sem lengi vel taldist til elstu og
merkilegustu garða hérlendis.1 Oddný lést
20. apríl 1983, 93 ára. Hún skildi eftir sig
einstakt og merkilegt lífsverk sem stendur
enn. Hún gerði það sem margir af hennar
samtíð töldu óraunhæft, ógerlegt og óþarft.
Hún sýndi fram á að það væri hægt að rækta
tré í Vopnafirði – jafnvel að rækta skóg
þrátt fyrir staðsetningu, veðurfar, sauðfé og
annað sem hamlaði því. Oddnýju var veitt
Fálkaorðan fyrir skógræktarstarf sitt 1966.4
Önnur kona tekur við keflinu
Þegar Oddný, sem áður er getið, sökum
aldurs fór að hægja á sér kom önnur
kona og tók við keflinu; Una Guðrún
Einarsdóttir, fædd 18. ágúst árið 1930, á
Garð- og trjáræktun var almennt erfið
vegna lausagöngu búfjár en breyttist mikið
til hins betra þegar þorpið var afgirt um
1980 og það loksins orðið fjárlaust og
voru þá beitarskemmdir á gróðri af völdum
búfjár úr sögunni. Það gerðist stundum
(þó ekki á Vopnafirði) þegar bændur voru
að reka fé í kaupstað til slátrunar að þeir
þurftu stað fyrir féð yfir nóttina, þá ráku
þeir féð inn í garða sem voru vel afgirtir
og með gott og ríkulegt fóður við lítinn
fögnuð garðeigenda.
Oddný var mjög virk í félagslífinu á
Vopnafirði. Í kvenfélaginu notaði hún
tækifærið til að dreifa kunnáttu sinni
ásamt fræjum, græðlingum og plöntum
til áhugasamra kvenna í félaginu.1 Oddný
stofnaði líka fyrsta skógræktarfélagið
í Vopnafirði þar sem hún með miklum
áhuga og metnaði kenndi yngri kynslóðinni
að rækta og gróðursetja.1,4 Í þeim hópi
var meðal annars ein stelpa sem tók upp
gróðursetningu og skógrækt af mikilli elju,
Una Guðrún Einarsdóttir, sem fæddist á
Hámundastöðum í Vopnafirði og ólst þar
upp.
Í landi Torfastaða þar sem var
grunnskóli fyrir sveitabörn fékk Oddný
3. mynd. Oddný og Friðrík í garðinum í Ytri-Hlíð.
Mynd: Valgerður Friðriksdóttir