Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 72

Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202070 tveggja hektara afgirt svæði og hóf þar ræktun með aðstoð skólabarnanna. Plönturnar ræktaði hún sjálf heima í garðinum í Ytri-Hlíð eða fékk þær frá þáverandi skógræktarstjóra, Sigurði Blöndal á Hallormsstað, en hann var mikill vinur og aðdáandi Oddnýjar.6,7 Ræktunarstarfið í lundinum við Torfastaðaskóla gekk brösuglega fyrstu árin. Landið var nálægt sjó, blautt og kalt flatlendi í Vesturárdal og mikið var um plöntudauða og frostskemmdir fyrstu árin og erfitt reyndist að halda fénu frá reitnum.4 Skólabörn frá Torfastaða- skóla, sem hún fékk til að gróðursetja, höfðu mismikinn skilning og áhuga fyrir verkefninu en Oddný gafst ekki upp, trén ekki heldur. Ár eftir ár var gróðursett í Torfastaðalundinn og smám saman, eftir því sem árin liðu, dafnaði skógarlund- urinn með fjölbreyttum trjátegundum, rjóðrum og stígum. Skógarreitinn hafði Oddný í huga sínum hannað og skipulagt sem kennslureit fyrir börn og fullorðna, og skjólsælt útivistarsvæði fyrir aðra. Lundurinn var seinna nefndur henni til heiðurs – Oddnýjarlundur (4. mynd). Oddný tók á móti fjölda gesta, skógræktarfélögum og ræktunarfólki sem kom alls staðar að til að skoða garðinn í Ytri-Hlíð sem lengi vel taldist til elstu og merkilegustu garða hérlendis.1 Oddný lést 20. apríl 1983, 93 ára. Hún skildi eftir sig einstakt og merkilegt lífsverk sem stendur enn. Hún gerði það sem margir af hennar samtíð töldu óraunhæft, ógerlegt og óþarft. Hún sýndi fram á að það væri hægt að rækta tré í Vopnafirði – jafnvel að rækta skóg þrátt fyrir staðsetningu, veðurfar, sauðfé og annað sem hamlaði því. Oddnýju var veitt Fálkaorðan fyrir skógræktarstarf sitt 1966.4 Önnur kona tekur við keflinu Þegar Oddný, sem áður er getið, sökum aldurs fór að hægja á sér kom önnur kona og tók við keflinu; Una Guðrún Einarsdóttir, fædd 18. ágúst árið 1930, á Garð- og trjáræktun var almennt erfið vegna lausagöngu búfjár en breyttist mikið til hins betra þegar þorpið var afgirt um 1980 og það loksins orðið fjárlaust og voru þá beitarskemmdir á gróðri af völdum búfjár úr sögunni. Það gerðist stundum (þó ekki á Vopnafirði) þegar bændur voru að reka fé í kaupstað til slátrunar að þeir þurftu stað fyrir féð yfir nóttina, þá ráku þeir féð inn í garða sem voru vel afgirtir og með gott og ríkulegt fóður við lítinn fögnuð garðeigenda. Oddný var mjög virk í félagslífinu á Vopnafirði. Í kvenfélaginu notaði hún tækifærið til að dreifa kunnáttu sinni ásamt fræjum, græðlingum og plöntum til áhugasamra kvenna í félaginu.1 Oddný stofnaði líka fyrsta skógræktarfélagið í Vopnafirði þar sem hún með miklum áhuga og metnaði kenndi yngri kynslóðinni að rækta og gróðursetja.1,4 Í þeim hópi var meðal annars ein stelpa sem tók upp gróðursetningu og skógrækt af mikilli elju, Una Guðrún Einarsdóttir, sem fæddist á Hámundastöðum í Vopnafirði og ólst þar upp. Í landi Torfastaða þar sem var grunnskóli fyrir sveitabörn fékk Oddný 3. mynd. Oddný og Friðrík í garðinum í Ytri-Hlíð. Mynd: Valgerður Friðriksdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.