Skógræktarritið - 15.05.2020, Blaðsíða 78
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202076
hressingarstoppum, gegnum smá sneið af
Austurríki yfir til Ítalíu, þar sem rigning
tók á móti hópnum og til bæjarins Trento,
en þar var gist næstu þrjár nætur á Grand
Hotel Trento hótelinu.
Fimmtudagur 26. september
Þessi dagur var helgaður bænum Trento.
Byrjað var á því að halda í gönguferð um
gamla bæinn í Trento þar sem sjá má mikið
af fallegum byggingum frá síð-miðöldum
og endurreisnartímanum, sem er vel
við haldið. Í gönguferðinni mátti meðal
annars sjá glæsilega dómkirkjuna og leifar
af borgarmúr bæjarins. Lokatakmark
gönguferðarinnar var hins vegar Museo
delle Scienze, náttúru- og vísindasafn
bæjarins, en þar tók innlent skógarfólk,
þau Caterina, Marco og Maria Cantiani, á
móti hópnum, en Maria, sem er prófessor
í skógarvistfræði við háskólann í Trento,
hafði verið Skógræktarfélagi Íslands innan
handar við skipulagningu ferðarinnar. Í
erindum þeirra kom meðal annars fram
að skógarþekja er mikil í S-Tíról, með
um 2/3 hluta lands þakta skógi og ólíkt
Skógræktarfélag Íslands hefur um áratuga-
skeið skipulagt fræðsluferðir til hinna ýmsu
landa til að kynna sér skóga, skógrækt,
náttúru og menningu viðkomandi lands.
Haustið 2019 var ferðinni heitið til
Suður-Tíról, eða eins og sumir vilja kalla
það, Norður-Ítalíu. Rúmlega 50 manns
mættu til ferðar, undir hópstjórn Brynjólfs
Jónssonar, frá Skógræktarfélagi Íslands
og leiðsögn Maurizio Tani. Ferðin var
farin dagana 25. september til 2. október.
Flogið var til München og ekið með rútu
yfir til Ítalíu. Gist var fyrstu þrjár næturnar
í bænum Trento og seinni hluta ferðar í
Brixen (eða Bressanone upp á ítölsku). Í
ferðinni bar margt fróðlegt fyrir augu, bæði
tengt skógum og náttúru og menningu, eins
og lesa má um í eftirfarandi ferðasögu.
Miðvikudagur 25. september
Fyrsti dagur ferðarinnar fór allur í að
komast til fyrsta náttstaðar. Dagurinn
var tekinn snemma með morgunflugi frá
Keflavík til München, þar sem lent var
um hádegið. Þar tók bílstjórinn Josh á
móti hópnum með rútu og var ekið, með
Skógarferð til Suður-Tíról
Horft frá Tíról-kastala yfir nálægar sveitir. Dæmigert landslag fyrir svæðið, með brattar skógi vaxnar hlíðar, epla- og
vínviðarrækt í lægri hlíðum og þéttbýlið á flatlendinu. Mynd: RF