Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202080
der Etsch upp á þýsku) þar sem heimsótt
var safnið Museo degli Usi e Costumi
della Gente Trentina. Húsakynni safnsins
voru áður klaustur Ágústína-munka,
sem varð síðar að bændaskóla og loks
að þjóðfræðisafni. Safnið er stórt, en alls
eru 42 salir í því, þar sem fræðast má um
landbúnað og menningu svæðisins og var
meðal annars salur tileinkaður skógrækt og
skógarvinnslu, sem áhugavert var að skoða.
Frá safninu var haldið til bæjarins
Meran (Merano upp á ítölsku) þar sem
gefinn var frjáls tími til að skoða bæinn á
eigin vegum, en í bænum eru góðar búðir,
heilsulind og fallegur garðagróður, auk
ýmissa áhugaverðra bygginga, en eins og
flestir stærri bæir á þessum slóðum skartar
borgin nokkrum kirkjum. Frá Meran var
haldið til bæjarins Tíról (sem héraðið
heitir eftir). Var þar haldið til skoðunar á
Tíról-kastala, en hann stendur mjög fallega
á brattri hæð og var því góð heilsubótar-
ganga upp að honum. Vegna legu sinnar
uppi á brattri hæð er mjög fallegt útsýni frá
Frá stormfallssvæði var haldið til staðar
sem heitir Malga Rolle og er gamalt
mjólkursel í tæplega 2.000 m hæð yfir sjó.
Þar er nú rekið veitingahús sem sérhæfir sig
í hefðbundnum mat og snæddi hópurinn
hádegismat þar. Einnig var þar samhliða
veitingahúsinu rekin lítil verslun þar sem
kaupa mátti hinn girnilegasta mat (osta,
pylsur, hunang og sultur) framleitt í
héraðinu. Haldið var upp í Rolle-skarðið
til að skoða fjallafuru sem vex þar. Úr
skarðinu var haldið til bæjarins Cavalese,
þar sem ferðalöngum gafst færi á að teygja
úr sér og augum líta Palazzo Magnifica
Comunità di Fiemme – nokkurs konar
þinghús svæðisins (Val di Fiemme), en
þarna er rík sjálfsstjórnarhefð. Frá Cavelese
var svo haldið til baka til Trento.
Laugardagur 28. september
Bærinn Trento var kvaddur þennan dag,
en nú var komið að því að skipta um
náttstað. Byrjað var á því að halda til
San Michele all‘Adige (St. Michael an
Líkan af vatnsdrifinni sögunarmyllu í Museo degli Usi e Costumi della Gente Trentina. Hægt var að ýta á hnapp til að
fá hreyfingu á vatnið og sögina. Mynd: RF