Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 31

Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 31
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 29 Kolviður Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stóðu sameiginlega að stofnun Kolviðar 6. júní 2006 í þeim tilgangi að hvetja landsmenn til að taka aukna ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda með skógrækt. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum í Þjóðmenningarhúsinu 16. apríl 2007 þegar skrifað var undir samstarfssamning Kolviðar við Kaupþing, Orkuveitu Reykjavíkur og ríkisstjórn Íslands, sem bakhjarla verkefnisins. Fyrsta gróðursetning Kolviðarskóga fór fram á Geitasandi 14. júní sama ár. Þetta verkefni gekk vel í byrjun en síðan kom bakslag í kjölfar fjármálakreppunnar í árslok 2008. Starfsemi Kolviðar var frekar takmörkuð fram til ársins 2014 þegar stigvaxandi áhugi fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum á kolefnisjöfnun gerði vart við sig. Starfsemin hefur verið í örum vexti eftir það. Kolviður er algjörlega sjálfstæður sjóður sem hefur bætt við sig ræktunarsvæðum samhliða auknum áhuga einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á kolefnisjöfnun. Atvinnuátak Magnús Gunnarsson, sem hafði verið varaformaður um skeið, tók við formennsku í Skógræktarfélagi Íslands árið 2007. Ári seinna var formannskosning til þriggja ára samkvæmt nýjum lögum félagsins og var Magnús kosinn. Hann gegndi embættinu í þrjú kjörtímabil til ársins 2017. Magnúsar biðu mörg brýn verkefni þegar hann tók við, en steininn tók úr árið 2009 eftir efnahagshrunið. Skógræktarfélag Íslands leiddi vinnu við mótun atvinnuátaks í kjölfar efnahags- hrunsins sem átti sér stað í lok árs 2008 og spannaði það tímabil árin 2009 til 2011. Atvinnuleysi varð talsvert þegar afleiðingar hrunsins komu í ljós. Atvinnuátaksverk- efnið var viðbragð við því ástandi. Á höfuðborgarsvæðinu var aðaláherslan lögð á verkefni tengd Græna stígnum, umhirðu skóga og bætt aðgengi. Á landsbyggðinni og útivistarsvæði á jaðarsvæðum sveitar- félaganna sem heyra undir höfuðborgar- svæðið. Samþykkt var tillaga á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands árið 2004 um að félagið beitti sér fyrir þessu verkefni. Starfshópur skipaður fulltrúum skógræktarfélaga og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa veturinn 2005. Starfshópurinn vann tillögur um Græna trefilinn sem voru birtar í skýrslu árið 2006. Helsta tillagan var sú að leggja stíg, svokallaðan Grænan stíg, eftir endilöngu svæðinu sem Græni trefillinn spannar, frá Esjurótum á Kjalarnesi suður að Kaldárseli í Hafnarfirði. Þessi tillaga var útfærð nánar árið 2008 og leiddi Þráinn Hauksson landslagsarkitekt vinnuna. Lögð voru drög að legu stígsins í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög og byrjað er að vinna að stígnum á nokkrum stöðum. Nokkuð er í land ennþá því þetta er viðamikið verkefni sem hefur dregist á langinn af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum. Á grænni grein Haldið var upp á 75 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands árið 2005 með því að gefinn var út kynningarbæk- lingurinn „Á grænni grein“. Starfsmenn og sjálfboðaliðar skógræktarfélaganna stóðu fyrir kynningu á sumardaginn fyrsta og nokkrar helgar þar á eftir í stórmörkuðum. Mörg skógræktarfélög notuðu tækifærið til að afla nýrra félags- manna. Átakið skilaði mjög góðum árangri því um 700 nýir félagar bættust í hópinn. Þar með var félagafjöldinn á landinu kominn upp í 8.000 manns. Á afmælisdaginn 27. júní var haldin hátíð í Vinaskógi á Þingvöllum og einstök félög buðu upp á hátíðardagskrá og táknræna gróðursetningu heima í héraði. Páll Samúelsson í Toyota á Íslandi gaf félaginu stórgjöf sem samsvaraði 35 þúsund trjáplöntum sem voru gróður- settar í Esjuhlíðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.