Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 31
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 29
Kolviður
Skógræktarfélag Íslands og Landvernd
stóðu sameiginlega að stofnun Kolviðar
6. júní 2006 í þeim tilgangi að hvetja
landsmenn til að taka aukna ábyrgð
á losun gróðurhúsalofttegunda með
skógrækt. Verkefninu var formlega hleypt
af stokkunum í Þjóðmenningarhúsinu
16. apríl 2007 þegar skrifað var undir
samstarfssamning Kolviðar við Kaupþing,
Orkuveitu Reykjavíkur og ríkisstjórn
Íslands, sem bakhjarla verkefnisins. Fyrsta
gróðursetning Kolviðarskóga fór fram á
Geitasandi 14. júní sama ár. Þetta verkefni
gekk vel í byrjun en síðan kom bakslag í
kjölfar fjármálakreppunnar í árslok 2008.
Starfsemi Kolviðar var frekar takmörkuð
fram til ársins 2014 þegar stigvaxandi
áhugi fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum á
kolefnisjöfnun gerði vart við sig. Starfsemin
hefur verið í örum vexti eftir það. Kolviður
er algjörlega sjálfstæður sjóður sem hefur
bætt við sig ræktunarsvæðum samhliða
auknum áhuga einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana á kolefnisjöfnun.
Atvinnuátak
Magnús Gunnarsson, sem hafði verið
varaformaður um skeið, tók við
formennsku í Skógræktarfélagi Íslands árið
2007. Ári seinna var formannskosning
til þriggja ára samkvæmt nýjum lögum
félagsins og var Magnús kosinn. Hann
gegndi embættinu í þrjú kjörtímabil til
ársins 2017. Magnúsar biðu mörg brýn
verkefni þegar hann tók við, en steininn
tók úr árið 2009 eftir efnahagshrunið.
Skógræktarfélag Íslands leiddi vinnu við
mótun atvinnuátaks í kjölfar efnahags-
hrunsins sem átti sér stað í lok árs 2008 og
spannaði það tímabil árin 2009 til 2011.
Atvinnuleysi varð talsvert þegar afleiðingar
hrunsins komu í ljós. Atvinnuátaksverk-
efnið var viðbragð við því ástandi. Á
höfuðborgarsvæðinu var aðaláherslan lögð
á verkefni tengd Græna stígnum, umhirðu
skóga og bætt aðgengi. Á landsbyggðinni
og útivistarsvæði á jaðarsvæðum sveitar-
félaganna sem heyra undir höfuðborgar-
svæðið. Samþykkt var tillaga á aðalfundi
Skógræktarfélags Íslands árið 2004
um að félagið beitti sér fyrir þessu
verkefni. Starfshópur skipaður fulltrúum
skógræktarfélaga og sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu tók til starfa veturinn
2005. Starfshópurinn vann tillögur um
Græna trefilinn sem voru birtar í skýrslu
árið 2006. Helsta tillagan var sú að
leggja stíg, svokallaðan Grænan stíg, eftir
endilöngu svæðinu sem Græni trefillinn
spannar, frá Esjurótum á Kjalarnesi
suður að Kaldárseli í Hafnarfirði. Þessi
tillaga var útfærð nánar árið 2008 og
leiddi Þráinn Hauksson landslagsarkitekt
vinnuna. Lögð voru drög að legu stígsins
í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög og
byrjað er að vinna að stígnum á nokkrum
stöðum. Nokkuð er í land ennþá því þetta
er viðamikið verkefni sem hefur dregist á
langinn af tæknilegum og fjárhagslegum
ástæðum.
Á grænni grein
Haldið var upp á 75 ára afmæli
Skógræktarfélags Íslands árið 2005 með
því að gefinn var út kynningarbæk-
lingurinn „Á grænni grein“. Starfsmenn
og sjálfboðaliðar skógræktarfélaganna
stóðu fyrir kynningu á sumardaginn
fyrsta og nokkrar helgar þar á eftir í
stórmörkuðum. Mörg skógræktarfélög
notuðu tækifærið til að afla nýrra félags-
manna. Átakið skilaði mjög góðum
árangri því um 700 nýir félagar bættust
í hópinn. Þar með var félagafjöldinn á
landinu kominn upp í 8.000 manns. Á
afmælisdaginn 27. júní var haldin hátíð
í Vinaskógi á Þingvöllum og einstök
félög buðu upp á hátíðardagskrá og
táknræna gróðursetningu heima í héraði.
Páll Samúelsson í Toyota á Íslandi gaf
félaginu stórgjöf sem samsvaraði 35
þúsund trjáplöntum sem voru gróður-
settar í Esjuhlíðum.