Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 70

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202068 Á Hellisheiði eystri, 20-30 km frá þorpinu á Vopnafirði, hafa fundist einstaka stórir og flottir steingervingar úr risatrjám sem uxu þar fyrir mörgum milljónum ára. Fyrir nokkrum árum fundust stórir birkidrumbar við skurðgröft í mýrlendi tilheyrandi Engihlíð í Hofsársdal. Vísbendingar eru um að skógur hafi vaxið í Vopnafirði en horfið síðan af margvíslegum ástæðum. Í Vopnfirðingasögu og Þorsteins sögu Stangarhöggs er skógi vaxinn Hofsárdalur sögusviðið. Ef við lítum um hundrað ár aftur í tímann var lítið af trjám í Vopnafirði. Myndir frá þeim tíma sýna víðáttu, grasi vaxið land, stórskorna náttúru, hér og þar sést sauðfé á beit. Um aldamótin 1900 voru í þorpinu, á Kolbeinstanga, sem er staðsett á sjávar- bakka, hvorki tré né runnar sjáanlegir. Í sveitinni voru örfáir afgirtir garðar þar sem reyniviður og birki fékk að vaxa í friði ásamt rifsberjarunnum, skrautrunnum og blómum. Þetta óx hægt og bítandi, háð veðurfari sem hefur breyst mikið á undanförnum 100 árum. Í þá tíð var Konur og skógrækt á Vopnafirði veturinn oft langur, snjóþungur og með löngum frostköflum, sumrin stutt ef vorið kom seint eða haustið snemma. Vopnafjörður var einangrað sjávarþorp og breytingar í umhverfinu gerðust hægt. Vopnafjörður var líka aðal verslunarstaður fyrir stóran hluta af sveitinni á Norðaustur- landi og einnig heiðabændur sem fóru um langan veg til að selja afurðir sínar og versla. Á Vopnafirði, eins og víðar, var það hlutverk kvenna að sjá um heimilið og flest annað heima við. Þær konur sem gátu brugðið sér af bæ eða jafnvel farið til útlanda höfðu tækifæri til að sjá garða með eigin augum; garða með trjám, runnum og skraut- blómum. Sumar af þessum konum tóku af skarið. Þær tóku með sér heim fræ, græðlinga eða afleggjara og hófu ræktun heima hjá sér. Nokkur dæmi eru á Vopnafirði um gamla garða með trjám og runnum sem eru yfir 100 ára. Garðurinn í Ytri-Hlíð er meðal elstu garða í Vopnafirði (1. mynd) og rúmlega aldargamall. Á Bustarfelli var um svipað leyti einnig gróðursett í garð í afgirtum túnbletti innan við gamla bæinn. 1. mynd. Úr garðinum í Ytri-Hlíð. Mynd: Emil Sigurjónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.